Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 316
310
BÚNAÐARRIT
höfuðáhersluna á að bæta holdafar fjárins og vaxtarlag og
nota sýningar sem kennslutæki jafnframt því, sem þær áttu
að auka metnað, sem þær og gerðu. Sá munur var þó hér og
í Bretlandi, að hér áttu allir bændur kost á að notfæra sér
sýningarnar og allar leiðbeiningar, en hjá Bretum aðeins
þeir, sem fremstir stóðu í hverri grein. Þeir bræður notuðu
vogina og mældu líka stöku kind. Starf þeirra féll í góðan
jarðveg, þótt sauðasalan væri úr sögunni, af því að hjá
mörgum var vaknaður skilningur á því, að miklu varðaði
hve fé væri þungt og afurðamikið. Nú voru fráfærur að
leggjast niður og dilkar urðu aðalsláturfénaðurinn. Þá
fannst bæði bændum og leiðbeinendum minni þörf á að
einblína á mjólkurlagni, en meiri þörf á að fá fram mikla
kjötsöfnun hjá dilkunum. Þeir Þorbergssynir tóku nokkurt
tillit til ullarinnar, einkum að forðast, að féð væri laust í
ullu, tvílitt, gulflekkótt eða algult á ull, einnig vildu þeir fá
féð þelmikið og forðast illhærur og vildu helst, að það væri
gult í andliti og fótum eða blákolótt, glærhvítt fé væri
lélegra. Hjá Hallgrími kemur fram sú kenning, sem margir
hafa enn í heiðri, að leggja þurfi áherslu á aðalatriðið í
fjárræktinni, sem væri kjötið, en hugsa minna um ull og
litarhátt, sem hefði mun minna gildi þó hafa beri þau atriði í
huga. Þeir bræður töldu bændur of stefnulausa í fjárrækt,
þeir létu um of skeika að sköpuðu eða hringluðu úr einu í
annað í fjárræktinni. Hallgrímur taldi að þetta hefði leitt til
þess, að íslenska féð væri að engu leyti til fyrirmyndar um
afurðagetu, ekki einu sinni mjólkurfé.
Um 1920 hefur íslenskt sauðfé þó örugglega tekið
miklum framförum frá fyrri tímum, orðið á ýmsan hátt
samstæðara og mun þyngra og afurðameira til kjötfram-
leiðslu en hálfri öld áður, en skýrslur eru þó ófullnægjandi
um þessi efni. En öld bættrar fóðrunar hafði enn óvíða
gengið í garð, og skelfing var féð enn víða kostarýrt.
Theódór Arnbjörnsson réðst til Búnaðarfélags íslands
1920 sem ráðunautur í sauðfjár- og hrossarækt. Hann hélt