Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 453
VÖXTUR, ÞROSKl OG KJÖTGÆÐI SAUÐFJÁR 447
Mœling þroska.
Með hugtakinu „þroski“ er átt við þær hlutfallslegu
breytingar á þunga eða lögun einstakra líkamshluta, vefja
og líffæra, sem eiga sér stað jafnframt því, sem skepnan
vex. Þroskabreytingum má lýsa á margvíslegan hátt, mynd-
rænt eða með tölum. í öllum tilfellum þarf þó að velja
einhverja viðmiðun, sem er þess eðlis, að samanburður við
hana leiði í ljós, hvort hlutfallslegar breytingar á líkaman-
um eigi sér stað eða ekki. Sú viðmiðun getur verið:
1) Þungi einstakra líffæra eða líkamshluta á tilteknum
aldri sem hlutfall af þunga sömu líffæra eða líkamshluta við
lægri aldur, t. d. fæðingu. Þeir hlutar líkamans, sem
margfalda fæðingarþunga sinn oftar en líkaminn í heild á
vaxtarskeiðinu eftir fæðingu kallast seinþroska, en hinir
bráðþroska, sem þyngjast hlutfallslega minna, þ. e. þeir
síðarnefndu eru nær fullum þroska við fæðingu en hinir.
Sem dæmi má taka tvenns konar bein, fótlegginn og
rifbeinin. í þeirri rannsókn, sem hér verður lýst, 4-faldaðist
þungi fótleggjarins frá fæðingu til 74 vikna aldurs, rifbeinin
14-földuðust að þunga, en beinagrindin í heild 8-faldaðist.
Fótleggurinn er bráðþroska, en rifbeinin síðþroska.
2) Þungi einstakra líffæra eða líkamshluta sem hlutfall af
þunga annars líffæris eða líkamshluta, og er þá venjulega
valinn til viðmiðunar bráðþroska líkamshluti, t. d. augað
eða fótleggur. Sé notað sama dæmi og áður, þá var þungi
rifbeinanna 138% af þunga fótleggjar við fæðingu, en hafði
aukist í 503% við 74 vikur, þ. e. rifbeinin hafa tekið út
hlutfallslega meiri vöxt en fótleggurinn eftir fæðingu.
3) Þungi einstakra líffæra, vefja eða líkamshluta reiknað-
ur sem hlutfall af heildinni. Þetta hlutfall breytist þannig
með auknum þroska, að það lækkar sé eiginleikinn bráð-
þroska, en hækkar ef hann er síðþroska. Sé þessari aðferð
beitt er mikilvægt „hvaða heild“ er valin til viðmiðunar. I
þeirri rannsókn, sem hér er lýst, var fylgt þeirri meginreglu
að miða við smæstu líffærafræðilegu heildina, sem viðkom-