Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 485
479
ERFÐIR Á VAXTARLAGI OG KJ ÖTGÆÐU M
bótafræðingur. í grein þessari verður birt mat á árfgengi
þeirra 25 eiginleika, sem teknir voru til uppgjörs, og sýnd
erfðafylgni vinstri framfótleggjar við þá.
Framkvœmd afkvœmarannsóknanna. Val þeirra hrúta, sem
á að afkvæmaprófa, byggist fyrst og fremst á vaxtarlagi og
ætterni þeirra. Æskilegast er, að þeir séu lágfættir,
jafnvaxnir og holdmiklir á baki og í lærum og jafnframt
þungir miðað við stærð, undan frjósömum og afurðamikl-
um ám. Við mat á vaxtarlagi á líflömbum eru tekin
eftirtalin mál: Brjóstmál, lengd vinstri framfótleggjar og
breidd spjaldhryggs, en auk þess eru gefin stig fyrir hold á
spjaldhrygg, mölum og lærum.
Tuttugu ám er haldið undir hvern hrút, sem á að
afkvæmarannsaka. Við skiptingu ánna undir hrúta er tekið
tillit til aldurs ærinnar, þunga hennar 1. október um
haustið, sem afkvæmarannsóknin byrjar, frjósemi og af-
urðastigs undanfarinna ára og lengd vinstri framfótleggjar.
Þegar ærhóparnir hafa verið jafnaðir með tilliti til þessara
atriða er dregið um, hvaða hóp hver hrútur skuli hljóta, og
jafnframt haft í huga, að skyldleiki sé sem minnstur milli
ánna og þess hrúts, sem þær eiga að fá við, eftir því sem
unnt er. Ærnar eru fóðraðar sem ein heild og í sömu húsum
yfir veturinn, og eru þær aldrei, né lömb undan þeim,
notaðar í aðrar tilraunir. Afkvæmarannsóknarlömbin eru
vegin nýfædd og merkt einstaklingsmerki ásamt öðrum
lömbum Hestbúsins. Þegar rúið er eru þau lömb, sem þá
koma fyrir, einnig vegin og í þriðja sinn um 25. september.
Þá er einnig mælt brjóstmál þeirra, breidd spjaldhryggjar
og lengd vinstri framfótleggjar. Lömbunum eru þá einnig
gefin stig fyrir bak-, mala- og lærahold. Öllum hrútlömb-
um, sem þá eru heimt, er slátrað beint af úthaga í fyrstu
slátrun í síðari hluta september. í sláturhúsi eru öll föll,
gæra og netja merkt og vegin, einnig er vinstri framfót-
leggur af hverju hrútlambi merktur og síðan skafinn,
mældur og veginn. Þegar föll hrútlambanna hafa kólnað er