Búnaðarrit - 01.01.1986, Side 90
68
BÚNAÐARRIT
Vestlendingar eiga þrjá verðlaunahesta með Sunnlend-
ingum, er sýndir voru s.l. sumar. Þeir fengu hesta á leigu og
notuðu Penna 702 í Hraunhreppi, Leist 960 á Snæfellsnesi
og Eld 950 á Ströndum.
Kom á aðalfund 25. apríl í Borgarnesi. Þar var töluvert
skammast yfir dómum á stóðhestum frá árinu áður og fór
því miður mest út í hártoganir á einkunnum er birst höfðu í
tímariti, þar sem prófarkir höfðu verið illa lesnar og
tölurnar brenglast.
Kynbótasýningar á hryssum voru í Faxaborg 28. júlí,
dómarar auk mín Guðmundur Sigurðsson og Stefán
Tryggvason, og á Fögrubrekku í Hrútafirði 22. júní, þar
sem við Jón T. Steingrímsson dæmdum.
Dalamenn notuðu stóðhest sinn Dreyra 834 nær ein-
göngu. Ég kom á fund í Búðardal 13. júní og skoðaði sex
ungfola þann dag.
Vestur-Húnvetningar fengu undirstrikað ágæti stóð-
hestsins Elds 950, þegar báðir foreldrar unnu til fyrsta
sætis, hvort í sínum flokki, á afkvæmasýningu á fjorðungs-
móti á Suðurlandi, þau Náttfari 776 og Nótt 3723 frá
Kröggólfsstöðum. Nú er vakin upp deila um móðurætt
Nætur. Aðalstóðhestur var Eldur 950 og ágætir ungfolar
með heimahestum auk Glaðs 852, Reykjum í Mosfellssveit.
A sameiginlegri héraðssýningu Húnvetninga, sem haldin
var 21.—22. júní á nýjum velli hestamannafélagsins Neista
rétt ofan við Blönduós, voru dæmd um 60 kynbótahross.
Auk mín voru í dómnefnd Þórir M. Lárusson og Jón T.
Steingrímssson, en stjórnandi og ritari var Jón Sigurðsson,
ráðunautur.
Notaðir voru í A.-Hún., auk heimahesta, nokkrir ágætir
leiguhestar: Viðar 979, Þráður 912, Fengur 986, Sörli 876
og Riddari 1004. En af 276 skýrslufærðum folöldum, sem
upp komust, voru aðeins 156 sett á vetur.
Einar bóndi á Mosfelli vinnur að því að halda rétti til
upprekstrar hrossa á Auökúluheiði og miðar við ræktuð