Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 119
BÚNAÐARRIT
113
Litur kúnna.
Kýrnar okkar liafa verið meö öllum mögulegum
kúalitum, rauðar, svartar, kolóttar, bröndóttar, gráar
og sægráar (bláar). Allir þessir litir geta verið ineð mis-
jöfnum blæbrig'ðum. Guðjón Guðmundsson sagði að
hann hefði ekki komið í fjós, þar sem í hefðu verið
þrjár kýr, eða fleiri, sem allar hefðu sama litinn.
Venjan væri, að þær væru sin með hverjum lit. Nú
er þetta nokkuð breytt. I mörgum fjósum standa nú
kýr, sem eru eins á litinn, og í sumum þeirra eru
milli 10 og 20 kýr. Enn er þó algengast að á
sama bænum eru kýrnar sín með hverjum litnum.
Auk áðurnefndra einlita á kúm eru svo litasamsteyp-
ur. Venjulegast eru þá hvítir flekkir á kúnni og þá
verður kýrin tvílit, og er í skýrslum nautgripafélag-
anna kölluð skjöldótt, og þá eftir þvi hver liturinn
er á dökku hlutunum, rauðskjöldótt, svartskjöldótt,
o. s. frv. Annars hefur skjöldótti liturinn ákveðin
heiti eftir því hvar hvítu blettirnir eru á kúnni. Þegar
hvítu flekkirnir eru á höfði kýrinnar, þá er kýrin
kölluð baugótt, húfótt, krossótt, hjálmótt, kinnótt,
bíldótt, stjörnótt, mánótt og blesótt, og kúnni þá oft
gefið nafn eftir litnum, t. d. Bauga, Húfa, Krossa,
Hjálma o. s. frv. séu hvítu flekkirnir á sjálfum
skrokknum, þá er talað um síðóttar, huppóttar
hryggjóttar, kápóttar, dílóttar, dröfnóttar, skjöld-
óttar og flekkóttar kýr, eftir því hvernig hvíti litur-
inn er dreifður um kroppinn, eða hvaða hlutir
broppsins eru hvítir.
Kýr með livítan haladúsk kallast oft týrur eða
skottur, og er nafnið dregið af litnum. Hali kýrin
hvíta fætur, eða liluta af þeim, eru þær sagðar sokk-
óttar eða leistóttar og fá oft nöfn eftir því. Á þessum
H'ílitum er ekki gerður greinarmunur i skýrslum og
því ekki hægt að vita nú hver af honum er algeng-
8