Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 133
BÚNAÐARRIT
127
stuttum tíma, ef val mæðranna er vel vandað, og
hvorki naut né kvíga látin lifa undan kúm með ^lík
júgur.
Eðli til vanskapaðra káli'a er hér og þar til í lcúa-
slofninum, eins og t. d. Buldog-vanskapningar, dverg-
vanskapningar, vanskapningur á kinnvöðvum svo að
tuggan helst ekki undir tönnunum, heldur safnast
fyrir utan við jaxlana, milli þeirra og kinnvöðvanna,
liárlausir vanskapningar, flátta-vanskapningar o. s.
frv. Allar þessar mismyndanir þurfa að hverfa, og
eiga að gera það í framtíðinni. Við vitum nú nokkuð
hvaða einstaklingar hafa þessa galla í ýmsum lands-
hlutum, og' getum því stutt að útrýmingu þeirra þar,
með því að ala ekki undan þeim.
Enn vitum við að til er erfðagalli, sem gerir það að
verkum að fóstrið deyr í móðurkviði. Við vitum af hon-
um í tveim kynjum, og má útrýma honum úr þeim, og
annars staðar, þar sem hans kynni að verða vart. Þá
má nefna „dulgengina", sem margir telja slæman
galla, svo og eiginleika til að vera „laus á tíma“.
Engan vafa tel ég á því, að enn muni margir gallar
eiga eftir að koma fram, þegar af alvöru verður farið
að vinna að kynbótum kúnna. Þær eru enn það lítt
ræktaðar, að eðlilegt er að með þeim leynist fjöldi
galla. Nú þegar vitum við af nokkrum, eins og nefnt
er hér áður og það léttir starfið framundan.
Ársnytin og hæsta nyt eftir burð.
Þess er áður getið, að ekld fer það nema stundum
saman, að þær kýrnar sem komast i hæsta nyt eftir
hurðinn, skili hæstri ársnyt og mestum ársarði. Sé
skýrslan hér að framan athuguð, kernur þetta greini-
lega í ljós. Þar eru 641 kýr, sem komast í meira en
20 merkur í mál eftir burðinn, en af þeim eru 53
sem komast þó ekki í 3000 kg ársnyt. Sé farið að