Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 139
BÚNAÐARRIT
133
mjólk, þá þarf þess vel að gæta, að fóðrið þarf að
vera tilsvarandi. Annars er hætt við að ekki notist
að þeim lcostum, sem lcunna að nást við kynbæt-
urnar. Og þá má ekki gleyma því, að um leið og
kýrin mjólkar meira og þarf meira fóður talið í fóð-
ureiningum eða hitaeiningum, þá þarf betur að
tnjggja það en bjá lágmjólka kúnum, að þær vanti
ekkert af þeim aukaefnum, sem ekki felast í fóður-
einingaútreikningnum, svo sem steinefni, bætiefni
o. fl., en á því er því meiri hætta, sem kgrnar eru
látnar umsetja meira fóður í mjólk. Kynbætur og
bætt fórðun og hirðing þurfa því að fylgjast að, ef
vel á að vera, og fullt gagn að fást fyrir kýreigandann
og þjóðarheildina af kynbótunum.
Eins og nú er háttað með fóðrun kúnna, þá er
þeim gefin mest taða. Hún er misjöfn vegna mis-
jafnrar ræktar í túnum, misjafns sláttutíma, mis-
jafnrar liirðingar o. fl. Af beztu töðunni, eins og
hún er nú, má ætla að kýrin geti haldið á sér allt
að 17 merkum. Vafalaust á taðan fyrir sér að batna,
l>æði af því að menn koma til með að auka belg-
jurlarækt í túnunum, og með því að verkun hennar
batnar með súgþurrlcunartækjum og vorheysturnum
og þá hækkar lílca sú dagsnyt, sem kýrnar geta
haldið á sér af tómri töðugjöf. Bóndinn, sem á kú,
er kemst í 26 merkur, getur ekki látið hana halda
þeirri nyt á sér eðlilega neina gefa henni fóðurbætir,
sem liann þarf að kaupa, og mikið af honum þarf
að fá frá öðrum löndum. Þetta borgar sig fyrir
hann, og það væri lieimska að kaupa hann ekki.
Engu síður væri þjóðfélaginu heppilegra að hægt
væri að framleiða alla mjólk, sem þarf, með kúm,
sem ekki þyrfti að gefa fóðurbæti, því gjaldeyrir
er af skornum skammti, og því miður ekki líkur
fyrir að úr þeim skorti rakni í bráð. Séð frá sjón-
armiði þjóðarheildarinnar ber því sérstaldega að