Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 134
128
BÚNAÐARRIT
kryfja til mergjar hvaða orsakir liggi til þessa, kemur
það í ljös að stundum er þetta af því, að kýrnar
vantar fóður til að halda eðlilega á sér nytinni, þær
hafa lagt af til að reyna það, en fyrir því eru tak-
mörk hve miklu af holdunum þær geta breytt i
mjólk, og því geldast þær óeðlilega og skila óeðli-
Jega lágri ársnyt, hafi þær ekki nóg fóður. Mest ber
á þessu með sumarbærur. Þessar 641 kýr bera í öllum
mánuðum ársins, og 58 þeirra bera að sumrinu i maí,
júní, júli, ágúsl og september mánuði. Af þeim 53
kúm, sem komast i háa nyt eftir burðinn, en skiluðu
þó innan við 3000 kg ársnyt, bera 41 að sumrinu,
en af þeim 583 kúm, sem mjólka yfir 3000 kg á ári
og komust yfir 20 merkur eftir burðinn, eru bara
17 sem bera að sumrinu. Hve mikill Jiluti af sumar-
bærunum, sem hæst fara eftir burðinn, skila ekki
viðunandi ársnyt, bendir til þess að um sameigin-
lega orsök sé að ræða, sem setji ársnytina niður.
Og þessi orsök er áreiðanlega beitin síðari hluta
sumars og að haustinu. Hún er ekki það góð, að
kýrnar geti haldið á sér hárri nyt á henni, þess vegna
geldast þær, koma inn í óeðlilega lágri nyt og hafast
ekki upp aftur. Einstök dæmi sýna þetta, og mætti
ef rúm væri, tína til allflestar þessar kýr, og allaf
sjá það sama, óeðlilega geldingu þegar líður á sum-
arið. Sem dæmi skal ég nefna þessi: Þrjár kýr á
sama bæ reyndust svo:
Ein bar 20. júní. Komst í 17 merkur, fór inn í 4
merkum og skilaði 1827 kg ársnyt. Önnur bar 4 júli.
Komst í 11,5 merkur, fór inn í 5 merkum og skilaði
2072 kg ársnyt. Þriðja bar 3 nóv. Komst í 11 merkui
og skilaði 2779 kg ársnyt.
Hér skilar sú kýr heimilisins lægstri ársnyt, sem
fór i hæstu nytina eftir burðinn.
Á öðrum bæ eru tvær systur. Önnur bar 21. mai
og komst í 21 mörk. Þó skilaði hún ekki nema 2552