Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 142
136
BÚNAÐARRIT
hverja kú sér. Geri þeir það, er þeim vorkunnar-
laust að halda áfram að vega mjólkina. Vitneskjuna
um það, hvað hver kýr mjólki mikið og hve feita
rnjólk má ekki missa, því vanti hana, er grundvell-
inum kippt undan kynbótunum.
Þá eru sum nýju fjósin byggð þannig, að kúnum
er gefið sameiginlega á fóðurganginn eða í sameigin-
lega jötu, líkt og við nú gefum fé á garða. Þar er
ekki mögulegt að vega fóðrið, sem hver kýr fær.
Þetta gerir minna til, en er þó slæmt. Það er gott
að vita fóðurgjöfina, bæði til þess að sjá á henni
samræmið milli fóðurgjafar og nythæðar, og til þess
að geta séð hvaða fóðurtegundir reynast bezt (kraft-
fóður). Þó fóðrið sé ekki vegið, þá er ekki þar með
misstur samanburður á kúnum, því til þess að mvnda
ákveðið mjólkurmagn með ákveðinni fitu, þurfa allar
kýr jafnmikið afurðafóður. Þess vegna má enginn
bætta að vigta mjólkina af því að hann geti ekki
vegið fóðrið, en þess eru dæmi nú.
Hitl er svo annað mál, að kýrnar verða aldrei fóðr-
aðar rétt, eins og þær þurfa hver og ein, með því fyrir-
komulagi að gefa þeim öllum sameiginlega á fóður-
ganginn. Með því má ganga út frá því sem vísu, að
ein kýrin i'ær meira en hún þarf og önnur minna,
því það munar svo l'eikimiklu á fóðurþörf kúnna
eftir því hve mikið þær mjólka.
Þá er einn skugginn enn, og hann ekki beztur, en
það eru erfiðleikarnir á því, að fá mann til eftirlits-
ins. í mörgum sveitum hefur með öllu reynzt ómögu-
legt að fá mann til þess að fara um sveitina og líta
cftir vigtun mjólkur og fóðurs lijá bændum, fitumæla
mjólkina, gera bækur þeirra upp við áramótin og færa
úr þeim á skýrslueyðublöðin, sem Búnaðarfélagi ís-
lands eru send. Vegna þessa hafa félög lagzt niður þvert
á móti vilja bændanna i viðkomandi sveit. Á þessu
hefur verið reynt að ráða bót, með því að senda