Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 231
B Ú N A í) A R R I T
225
hreppi því nær allt kollótt af Kleifakyni. Langmest
bar þar á tveimur stofnum Kleifafjárins i sýslunni,
Ósfénu, sem breiddist út frá Ósi i Steingrímsfirði, að-
allega á árunum frá því um 1910-—1930, um Kirkju-
bóls-, Hrófbergs-, Kaldrananes- og Fellslirepp, og
Sverresensfénu, sem breiddist út nokkru áður um Bæj-
arhrepp, Óspakseyrarhrepp og nokkuð í hreppana þar
fyrir norðan. Sverresensféð greindist i nokkra þekkta
stofna í höndum ágætra fjárræktarmanna á síðustu
3-—4 áratugum. Má þar sérstaklega nefna Fjarðar-
hornsféð og Bakkaselsféð, en auk þess áttu margir
aðrir bændur á þessu svæði ágæta fjárstofna. Við
fjárskiptin var þetta ágæta fé eyðilagt sunnan Stein-
grímsfjarðar, en svo vel vildi til, að féð í Hrófbergs-
hreppi og á nokkrum bæjum í Kaldrananeshreppi var
af sama stofni, aðallega út at' Ósfénu og svipað að
vænleika og féð, sem eyðilagt var. Bændurnir í 3
hreppum á fjárskiptasvæðinu, Hólmavíkur-, Kirkju-
lióls- og Fellshreppi, fengu lömb úr Kaldrananes- og
Hrófbergshreppum. Þeir áttu þvi völ á fé af svipuðum
stofni og það fé, sem þeir urðu að farga, en þó mun
lakara að meðaltali, því allar gimbrar varð að taka
og fleiri lífhrúta en svo, að líkur yrðu til þess, að þeir
reyndust allir vel.
Óspakseyrarhreppur fékk aðallega fé úr Gufudals-
og eitthvað úr Reykhólasveit, en Bæjarhreppur úr Ön-
undarfirði og Dýrafirði norðanverðum.
Féð í Gufudalssveit og Reykhólasveit er nokkuð
hlandað Kleifablóði, en féð úr Önundarfirði og Dýra-
firði er flest hyrnt af hinum gamla Vestfjarðastofni,
en samt nokkuð blandað þingeysku te, einkum í Ön-
undarfirði.
Sýningarnar voru nú ágætlega sóttar og lóku allir
hreppar sýslunnar þátt í þeim, nema Árneshreppur.
Sýndir voru nú 318 hrútar í sýslunni, 43 fullorðnir og
375 veturgamlir. Aðeins einu sinni áður hafa eins
15