Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 120
114
BÚNAÐARRTT
astur. Fyrir nærri 20 árum síðan athugaði ég hvernig
kýrnar í nautgripræktarlélögunum væru litar. Nú lief
ég gert það aftur og því má nokkuð segja hvernig lit-
irnir á kúnum innan félaganna hafa breyzt.
Fyrir 20 árum voru 37,9% af kúnum rauðar og
rauðskjöldóttar. Nú eru 25,3% af kúnum alrauðar
og 19,5% rauðar og hvítar, eða 44,8% rauðar og
rauðskjöldóttar. Þessum litarflokk hefur því fjölgað
um 7,1%.
Svörlu og svartskjöldóttu kýrnar voru 33,9%. Nú
cru þær 26,9% og hefur því fækkað álíka og þeim
rauðu hefur fjölgað.
Kolóttu og kolskjöldóttu kúnum hefur fjölgað og
eru nú 9,7% en voru 5,8%. Aftir má segja að brönd-
óttu og brandskjöldóttu kýrnar hafi staðið í stað,
þær voru 10,4% en eru nú 11%.
Nú er talið að 3,5% af kúnum sé grátt, 1,9% grá-
skjöldótt, 1,1% sægráar og 0,3% sægráskjöldóttar.
Það eru því 6,8% af kúnum gráar og gráskjöldóttar.
Áður voru 10% með þessum litum, og hefur því gráu
og gráskjöldóttu kúnum fækkað. Nokkrar kýr eru
kallaðar hvítar. Flestar hafa þær svört eða rauð eyru,
og eru því ekki hvítar þó þær séu kallaðar það.
Hins vegar hef ég ekki tækifæri til að greina þær
frekar í sundur, en ég hef margséð það á sýningum,
að kýr sem kallaðar voru hvítar í lýsingu eftirlits-
manns eru venjulega ef ekki ævinlega með mislit
eyru, oftast svört eða rauð, þó lief ég einu sinni séð
þau sægrá, Það voru 1,7% al' kúnum sein voru kall-
aðar hvítar fyrir 20 árum, en nú eru það bara 0,8%,
sem eru með þessum einkennilega, en miður heppi-
lega lit.
Af þessu er augljóst að litirnir á kúnum hafa
breytzt. Hins vegar er ekki liægt að segja að það liafi
á nokkurn hátt verið stutt að því með úrvali kyn-
bótaskepna. Við val þeirra hefur aldrei verið tekið