Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 138
132
BÚNAÐARRIT
hæöin óx, kúnum fjölgaði og vegirnir teygðust lengra
og lengra um landið, varð mjólkurþörfinni betur full-
nægt. Þá fór bæði óg og aðrir að vinna að því, meira
en áður, að hækka fitumagn mjólkurinnar. Kynbóta-
skepnurnar hafa alltaf verið valdar með það sjón-
armið fyrir augum, að afkvæmi þeirra yrðu sem
arðsömust. Þess vegna hafa þær aldrei verið valdar
eftir lit né byggingu, og því má segja að ekkert liafi
verið gert til þess að útrýma t. d. hárri tortu og
öðrum byggingarlýtum. Góðu kýrnar, sem arðsamar
hafa reynzt, hafa ekki verið fleiri en það í mörgum
sveitum, að ala hefur orðið undan þeim öllum, bæði
þcim rauðu, svörtu, gráu, hornóttu og kollóttu, svo
og þeim, sem Ijótar þóttu, til þess að fá nægjan-
lega marga kálfa til viðhalds stofninum. Og sums
staðar hefur þetta ekki hrokkið til. Það hefur orðið
að ala undan 2800 kg kúm og jafnvel kúm með
lægri ársnyt, því betri kýr heíur vantað. Nú er þetta
orðið nokkuð breytt, og það breytist enn, eftir þvi,
sem fleiri og fleiri kýr koma í góða hópinn. í mörg-
um sveitum þarf nú ekki að ala nema undan hluta
af góðu kúnum til þess að fá nógu marga kálfa lil
viðhalds stofninum. Þá má fara að taka tillit til ytri
hyggingar og einkenna, sem maður vill fá sameigin-
legan fyrir kúastofninn, en sem óréttmætt var og er
víða enn, að taka fram fyrir arðsemina. Þó maður óski
l. d. að fá allar okkar kýr kollóttar, þá velur maður
lieldur lífkálf undan kú, sem er hornótt og mjólkar
yfir 4000 kg á ári með yfir 4% fitu í mjólkinni, og á
lormæður sem liafa gert það, en kollóttu kúna, sem
ckki hefur nema 3000 kg ársnyí og meðalfeita mjólk.
En þar, sem ekki eru nema 3000 kg kýr, verður maður
að sæfla sig við þær til undaneldis, þar til kynbætur
hafa skapað betri kýr, sem hægt er að ala undan.
En jafnframt því, sem unnið er að því að fá kýr-
nar (il að umsetja meira fóður, gel'a feitari og meiri