Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 238
232
B Ú N A í) A R R I T
anvert Djúpið, sem er meira og minna blandað
Kleifafé.
Náuteyrarhreppur. Sýningin þar var allvel sótt.
Sýridir voru þar 50 hrútar, 20 fullorðnir, er vógu að
meðaltali 92.8 kg og 24 veturgamlir, sein vógu 74.4
kg. Þetta voru jafn þyngstu hrútarnir í sýslunni. Af
þeim hlutu 22 fyrstu verðlaun og voru margir þeirra
ágætum kostum prýddir. Beztu hrútarnir á sýning-
unni voru Selji Sigurðar á Laugabóli, sonur hrúts
frá Sturlaugi í Múla, Prúður Aðalsteins á Skjaldfönn,
þar heimaalinn, og Bjartur Sturlaugs í Múla, sonur
Blakks í Múla. Þessir þrír hrútar eru hvor öðrum bet-
ur gerðir. Glanni á Nauteyri, Ljúfur og Spakur á Von-
arlandi, Kollur á Melgraseyri og Blakkur á Hamri,
eru einnig ágælir. Sjá töflu F. Skalli Jólianns á Skjald-
fönn, 8 vetra gamall, heldur sér vel og hefur verið
prýðilegur. Bakki og Prúður á Laugalandi eru báðir
góðir, en standa jió ekki jafnfætis beztu hrútunum í
hreppnum. Gulur Halldórs á Arngerðareyri, vetur-
gamall, er efnilegur hrútur, en hefur of gula ull.
Hrútarnir í Nauteyrarhreppi voru jafnbetri en i
nokkurri annarri sveit í ísafjarðar- og Barðastrand-
arsýslunum, þó má margt að mörgum þeirra finna.
Þarna eru landkostir miklir, svo að hver kind getur
orðið væn, svo framarlega sem hún hafi eiginleika til
jiess.
Á þremur sýningum í röð hafa hrútar frá Sturlaugi
í Miila hlotið góða dóma. Siðast liðið haust gafst mér
tækifæri til jiess að sjá allt Múlaféð. Það er næstum
|)ví allt kollótt, þykkvaxið, holdmikið, lágfætt, ullar-
mikið og ullargott, yfirleitt laust við illhæru og gul
liár í ullinni. í ])essu fé er mikil kynfesta, enda hefur
|)að verið ræktað skyldleikarækt um alllangt skeið.
Það er yfirgnæfandi Kleifablóð í þessum stofni. Aðal-
lega er féð komið út af hniflóttum hrút frá Gröf i