Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 135
B Ú N A Ð A R RI T
129
lvg ársnyt. Hin bar 20. nóv. og komst líka í 21 mörk.
En hún skilaði 4137 kg ársnyt. Hér er það slæm
síðsumars- og haustbeit, sem gerir að fyrrtalda systirin
skilar lágri ársnyt.
Við þessu geta bændur gert með því að gefa kún-
um, sem eru í háu nytinni, með beitiuni, þegar líður
á sumarið og grös fara að sölna. Hafi þeir ekki að-
stöðu til þess, þarf að beita þeim á túnið. Geti þeir
bvorugt, þá þarf að færa til á þeim burð og gera þær
snemmbærar. Ég hef fyrir nokkru síðan rannsakað
ársnyt kúnna miðað við burðardaga, og birt um það
grein í þessu riti. Þetta hef ég nú gert aftur. Og þá
kemur það í ljós að kýrnar, sem hafa lága nyt eftir
burðinn, eða minna en 15 merkur, mjólka nokkurn
veginn eins á livaða tíma árs, sem þær bera. Munurinn
á ársnytinni eftir burðardögum kemur fram hjá hin-
um, sem hærra komast eftir burðinn, og er því greini-
iegri sem þær fara í hærri dagsnyt. Þetta bendir á það,
að orsökin til þess að þessa mismunar gætir, sé ekki
i sjálfu sér burðardagarnir, heldur hitt að menn eigi
mis-erfitt með að fullnægja fóðurþörf kúnna, seni
hæsta dagsnyt mjólka á ýmsum tímum árs, og því
komi þessi mismunur fram á ársnytinni. Það lítur
því út fyrir að fóðruninni sé mest ábótavant að
sumrinu, þá ætla menn kúnum að sækja sér fóðrið
sjálfar, en gæta þess ekki að jörðin, sein þeim er
beitt á, hefur oft og einatt ekki nægiiegt af efnaríku
grasi, svp að kýrin geti haldið hárri nyt til lengdar.
Þessa þurfa menn að gæta, að minnsta kosti þeir, sem
vilja fá fullan arð af kúm sínum.
Kýrnar halda misvel á sér nytinni.
En þó að þetta sé mjög oft áslæðan til þess að
kýr, sem komast í liáa nyt fyrst eftir burðinn, skili
lágri ársnyt, þá er fjarri því að svo sé alltaf. Oft er
9