Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 240
234
BÚNAÐARRIT
galla þess. Enn ber mikiíS á gula litnum i ullinni.
Kollótta féð á Arngerðareyri er vænt og miklum kost-
um búið en ber ekki með sór kynfestu. Þótt ég sæi
ekki féð á fleiri bæjuin en þessum i Nauteyrarhreppi
og geti því ekki iýst eins vel kostum þess og göllum,
þá er vist, að viða er þar ágætt fé og jafnvel eins gott
og þeir stofnar, sem ég hef lýst. Eftir brútunum að
dæma, ætti féð ú Vonarlandi, Skjaldfönn, Ármúla,
Hamri, Laugalandi, Melgraseyri og Nauteyri að vera
mjög miklum kostum búið og vænt, en ýmsa lýti-
og vaxtargalla mun margt af því hafa. Kynfesta mun
vera mikil í fénu á Skjaldfönn, enda hefur það um
skeið verið skyldleikaræktað, en heyrt hef ég, að það
sé ekki að sama skapi bráðþroska og hvað það nær
rniklum vænleika fullorðið. Ágætt fé mun einnig vera
á ýmsum þeim bæjum í Nauteyrarhreppi, sem ekki
sýndu hrúta, t. d. Bakkaseli og víðar. Er ilit að hrút-
arnir skuli ekki vera sýndir, a. m. k. frá þeim bæjum,
þar sem féð er gott, svo betra yfirlit fáist um, hvar
bezt muni að kaupa kynbótahrúta fyrir fjárskipa-
svæðin.
Reijkjarfjarðarhvcppur. Þar var þátttakan í sýning-
unni fremur góð. Sýndir voru 25 hrútar fullorðnir
og 16 velurgamlir. Þeir fullorðnu vógu 90.2 kg, eða
jafnt og 1945, en þeir veturgömlu vógu 67.6 kg, eða
5.4 kg minna en 1945. Veturgömlu hrútarnir munu
hafa vegið svona lilið nú meðal annars vegna þess,
hve fjárkaupamenn fengu að ganga í valið við lamb-
hrútakaupin 1947. Annars er féð í Reykjarfjarðar-
hreppi ekki í framför, eftir hrútunum að dæma.
Haustið 1940 fannst mér hrútur í Reykjarfjarðarhreppi
svipaðir að gæðum og í Nauteyrarhreppi, en nú voru
þeir lakari í Reykjarfjarðarhreppi.
Fé séra Þorsteins i Vatnsfirði hefur verið talið
ágætt. Það er upprunnið að mestu úr Strandasýslu,
kollótt af IÍIeifakyni, þéttvaxið og holdgott. Það virð-