Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 230
224
BÚNAÐARRIT
urgömlu hrútarnir vógu nú 65 kg eða 1.8 kg meira en
1939. 23 hrútar hlutu I. verðlaun. Kollur Jóns Eiríks-
sonar frá Fossi, frá Norður-Vík, var sá hezti. Rollur
Lárusar i Hörgslandskoti, frá Suður-Vík, var næst bezt-
uf. Ýmsir fleiri hrútar voru ágætir, t. d. Kollur Bjarna
í Múlakoti, frá Seglbúðum, Hringur Jakobs í Kálfa-
fellskoti, Eitill á Maríubakka og Geiri á Kálfafelli.
Tafla D.
Að lokinni aðalsýningunni í Fljótshverfinu, fórum
við Hjalti ásamt dómnefndarmönnunum austur að
Núpsstað, til þess að hitta Hannes bónda og sjá hrúta
hans, sem ekki var auðgert að koma á sýninguna
vegna vatnsfalla. Féð á Núpsstað hefur lengi verið
skyldleikaræktað og Htt hlandað kynbættu fé. Hrút-
arnir á Núpsstað, sein ég sá, voru allir 3ja vetra, vógu
frá 75.5 kg til 85 kg. Þeir voru allir líkir, hjartleitir,
sérkennilega upp og afturhyrndir og hornin jiað gleið,
að ekki þurfti að hornskella þá. Hausinn alllangur,
fætur í hærra lagi og nokkuð nástæðir. Þeir voru
sterklega byggðir en fremur þunnvaxnir, bringan
djúp en fremur þunn fram, herðakamburinn of hár
og brjóstkassinn ekki nógu hvelfdur. Bakið var sterkt,
sæmilega breitt og allholdgott, en háþornin á hryggn-
um of há, svo jieir virtust upphryggjaðir. Malirnar
voru mjög brattar og afturhlutinn í styttra lagi. Tveir
hrútarnir hlutu II. verðl. og einn III. verðl.
Hrútarnir á Núpsstað eru ólíkur öllum öðrum hrút-
um hér á landi, fulltrúar þess fjár, sem hér mun all-
víða hafa verið ræktað, áður en byrjað var að kyn-
bæta það, með tillili til aukinna og bættra afurða í
lcjöti, fjár, sem lifað hefur öldum saman á hálfgerð-
um útigangi.
Strandasýsla.
Haustið 1947 voru gerð fjárskipti í Strandasýslu
sunnan Stéingrímsfjarðarbotns. Fyrir fjárskiptin var
l'éð í sýslunni sunnan Bjarnarfjarðar í Kaldrananes-