Búnaðarrit - 01.01.1948, Blaðsíða 121
BÚNAÐARRIT
115
tillit til litar, heldur hitt ávallt látið ráða hvernig
skepnan væri ættuð, og hvaða líkur væru fyrir því,
eftir ættinni og ytra útliti hennar, að hún mundi
reynast arðsöm og geta skilað mikilli mjólk og góðri.
Þegar það þrátt fyrir þetta hefur orðið breyting á
lit kúnna, þá bendir það til þess, að tiltölulega fleiri
gripir hafi verið góðir með þeim litunum, sem hafa
útbreiðst, en hinum sem gengið hafa saman.
Nythæðin fyrst eftir burðinn.
í harnæsku minni var talað um það, að þessi eða
hin kýrin væri svo og svo margra marka kýr, og
var þá ætíð átt við það, hvað hún kæmist i margar
merkur eftir burðinn, þegar hún væri full grædd.
Þetta var þá talinn mælikvarði á gæðum kýrinnar,
og það talið öruggt að þær kýr, sem kærnust í liæsta
nyt eftir burðinn, væru heztar. Þessi sama skoðun
er víða enn, og sumir erlendir fræðimenn telja, að
fá megi samanburð á kúnum með því að bera saman
nyt þeirra nokkurn tíma eftir burðinn. En þetta er
alrangt með íslenzkar kýr. Arðsemi þeirra fyrir
bóndann verður ekki dæmt út frá hluta af árs-
nytinni, það verður að liggja fyrir, hver heildar árs-
nytin hafi verið, ef réttur samanburður á að fást, og
má þá hurður ekki hala færzt neitt að ráði til, né
neitt óvenjulegt komið fyrir kúna. Þetta reyndi ég
að sýna og sanna 1929. Þá gerði ég samanburð á
því með allar kýrnar, í nautgriparæktarfélögunum,
hvað þær liefðu komizt í háa nyt eftir hurðinn annars
vegar, og hver hefði svo orðið ársnytin. Þá sýndi það
sig, að það fór ekki nærri alltaf saman, að skila
góðri ársnyt og að komast í háa nyt fyrst eftir burðinn.
Nú eru Danir byrjaðir að rannsaka þetta saman, og þó
engar niðurstöður séu birlar frá þeim rannsóknum
enn, þá er mér kunnugt um, að þeir hafa þegar fund-