Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT 1997
2. Starfsumhverfi landbúnaðarins
Ytri skilyrði 1997
Árið 1997 var góðæri í efnahagslífi hér á
landi og var hagvöxtur um 5%. Verðlag
hækkaði um 1,8% milli áranna 1996 og
1997, kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst
um 6% og enn dró úr atvinnuleysi og
mældist það 3,9% á árinu. Ríkissjóður var
rekinn með 1.200 mkr. rekstrarafgangi en
halli var á rekstri sveitarfélaga. Utlánavextir
lánastofnana breyttust tiltölulega lítið á
árinu. Þannig var meðalávöxtun nýrra
almennra útlána 13,3% í desember borið
saman við 13,4% í janúar. Vextir húsbréfa
lækkuðu hins vegar úr 5,7% í janúar í 5,3%
í desember. 1 heild var þróun efnahagsmála
með hagstæðasta móti á árinu.
Landbúnaðurinn 1997
Heildarverðmæti landbúnaðarafurða árið
1997 var kr. 17,6 milljarðar, samkvæmt
verðmætaáætlun Framleiðsluráðs landbún-
aðarins, og bendir flest til þess að góðærið
sem ríkti í landinu hafi einnig skilað sér til
bænda. Búfjárafurðir aðrar en loðskinn eru
um 77% af framleiðsluverðmætinu og jókst
verðmæti þeirra um 6,8% milli áranna 1996
og 1997. Sú verðmætaaukning stafar
einkum af hækkuðu mjólkurverði og
hækkun á verði sauðfjárafurða. Einnig jókst
verðmæti svína- og alifuglakjöts en all
nokkur aukning varð í sölu þessara kjöt-
tegunda á síðastliðnu ári. Hlutur land-
búnaðar í landsframleiðslu árið 1997 var 2%
og hefur heldur farið lækkandi á undan-
förnum árum. Mynd 1 sýnir hlutfallslega
skiptingu verðmætis landbúnaðarframleiðsl-
unnar eftir búgreinum.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu
Islands störfuðu 5.900 manns við land-
búnað árið 1997 eða 4,2% af starfandi fólki
9