Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 72
BÚNAÐARRIT 1997
Tafla 64. Lax og silungsveiði 1993-1997, fjöldi fiska
Stangveiði, lax Netaveiði, lax Netaveiði í sjó, lax Samtals lax Stangveiði, urriði Stangveiði, bleikja Samtals silungur
1993 39.025 6.946 3.251 49.222 14.559 17.887 32.446
1994 28.042 6.712 5.134 39.888 16.071 28.356 44.427
1995 34.241 6.717 6.468 47.426 20.344 36.652 56.996
1996 29.436 5.155 3.513 38.104 21.348 34.419 55.767
1997 27.082 5.705 30 32.817 22.490 29.480 51.970
Heimild: Veiðimálastofnun.
laxveiða á stöng talið nema kr. 458 millj. en
heildarverðmæti stangveiða er kr. 5-600
millj. Netaveiðar á laxi fara minnkandi og
hefur víða verið hætt í kjölfar kaupa eða
leigu á netaveiðirétd. Netaveiði á laxi í sjó er
nánast aflögð og var einungis stunduð frá
einum stað hluta sumarsins 1997. Tafla 64
sýnir veiði skv. veiðiskýrslum á laxi og
silungi árin 1993-1997.
Reki. Rekaviður er í vaxandi mæli nýttur í
bygginga- og smíðavið ásamt því að vera
nýttur í girðingarstaura. Rekabændur bjóða,
í vaxandi mæli, yddaða staura. Fyrirtækið
Háireki ehf. starfrækir færanlega sögunar-
samstæðu sem starfaði ötullega á nokkrum
stöðum á landinu á árinu. Á Langanesi hafa
eigendur Háareka og nokkrir rekabændur
stofnað hlutafélag um öflun rekaviðar á
svæðinu og byggingu húsnæðis íyrir
vinnsluna og fer þar nú fram umtalsverð
úrvinnsla á rekavið í fjölbreyttu formi.
Ymsir fleiri eru með sögun og vinnslu en
bjóða í minna mæli upp á þjónustu fyrir
aðra. Áætlað verðmæti rekaviðar á sl. ári var
kr. 48 millj. eða svipað og undanfarin ár. Á
árinu 1998 var lokið við tölvuforrit til
skráningar á öllum afurðum unnum úr
rekaviði. Þetta ætti að auðvelda allt sölu- og
markaðsstarf í greininni.
Önnur hlunnindi. Alls er talið að felld hafi
verið 304 hreindýr á árinu 1997, sem er
svipaður fjöldi og árið áður. Meðalverðmæti
á dýr samkvæmt upplýsingum frá veiði-
stjóraembættinu er um 55.000 krónur.
Nýting sölva var með svipuðu sniði og sl. ár.
Innanlandsmarkaður tekur enn við öllu sem
u'nt er og þokkalegt verð fæst fyrir sölin. Söl
verða hægt og bítandi vinsælli kostur við
ýmiss konar matargerð o.fl. Nýting fjalla-
grasa hefur aukist að undanförnu, bæði
vegna útflutnings, aukinnar sölu innanlands
og framleiðslu og markaðssetningar á fjöl-
breyttum vörum úr grösunum. Allmargir
aðilar hafa einhverjar tekjur af tínslu og
vinnslu fjallagrasa.
70