Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 65
BÚNAÐARRIT 1997
Loðdýrarækt
Afurðir loðdýra eru refa- og minkaskinn.
Árið 1997 gáfu refaskinn 29% tekna í
greininni samkvæmt verðmætaáætlun Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, minkaskinn
69% og lífdýrasala 2%. Verðmæti loðdýra-
afurða voru samkvæmt sömu heimild 1,6%
heildarverðmæta landbúnaðarafurða árið
1997.
Fjöldi loðdýra
I upphafi heimskreppunar um og eftir 1930
hófst ræktun loðdýra á Islandi, með
innflutningi á refum og minkum. Upp úr
seinni heimstyrjöldinni lagðist loðdýra-
ræktin af, en hófst á ný með innflutningi
minka um 1970 og refa tíu árum síðar.
Loðdýraræktin skiptist í tvær megin bú-
greinar, refa- og minkarækt. Önnur loð-
dýrarækt hér á landi, s.s. kanfnurækt, er
óveruleg enn sem komið er. Árið 1997 voru
eldisrefir í landinu taldir vera 8.889, en
eldisminkar 45.044. Árið 1996 voru refir
9.316 en minkar 43.010. Refum hefur því
fækkað nokkuð milli ára eða um 4,6% en
minkum hefur fjölgað um 4,7%. Þunga-
miðja refaræktarinnar er á Norður- og
Austurlandi þar sem um 86% stofnsins eru,
en á Norðurlandi vestra eru um 31%
minkastofnsins og tæp 29% á Suðurlandi.
Árið 1997 voru starfandi 113 loðdýrabú í
landinu, 52 refabú, 48 minkabú og 13
blönduð bú. Tafla 56 sýnir fjölda loðdýra og
loðdýrabúa eftir kjördæmum.
Tafla 56. Fjöldi loðdýra og loðdýrabúa
1997 eftir kjördæmum
Fjöldi refa Fjöldi minka Fjöldi loðdýra- búa
Reykjanessvæði 430 3.022 3
Vesturland 313 1.520 5
Vestfirðir 103 120 3
Norðurland vestra 2.634 13.975 32
Norðurland eystra 2.964 3.813 28
Austurland 2.055 9.739 24
Suðurland 390 12.855 18
Samtals allt landið 8.889 45.044 113
Heimild: Bændasamtök íslands og Hagstofa íslands.
Undanfarin ár hefur loðdýrum fjölgað
umtalsvert í kjölfar hærra skinnaverðs. Frá
árinu 1993 hefur refum fjölgað um 52,9%
og minkum um 38,2%. Tafla 57 sýnir fjölda
loðdýra árin 1993-1997.
Tafla 57. Fjöldi loðdýra 1993-1997
Fjöldi Fjöldi
Ár refa minka
1993 5.814 32.588
1994 6.864 33.573
1995 7.308 29.941
1996 9.316 43.010
1997 8.889 45.044
Heimild: Hagstofa íslands.
63