Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 78
BÚNAÐARRIT 1997
dreift holdanautasæði frá Nautastöð Lands-
sambands kúabænda í Hrísey. Á árinu voru
sendir út 55 þús. sæðisskammtar frá Nauta-
stöðinni á Hvanneyri.
Rekstur
Tekjur Bændasamtaka Islands eru einkum af
þrennum toga:
• Hluti Búnaðarmálasjóðsgjalds, sem lagt
var á framleiðsluvörur bænda og fengu
BI 0,125%-0,325% af verðmætum
afurðanna, misjafnt eftir búgreinum (frá
1. janúar 1998 er gjaldið veltutengt og
nefnist búnaðargjald).
• Framlög úr ríkissjóði til reksturs leið-
beininga- og fagþjónustu og kynbóta-
starfsemi.
• Eigin tekjur af útgáfu, seldri þjónustu og
eignum.
Árið 1997 námu heildartekjur samtak-
anna 207,5 millj. kr. en rekstrargjöld 206,6
millj. kr. Þar fyrir utan er rekstur nauta-
stöðvanna, sem skiluðu 29,5 millj. kr.
tekjum, en gjöldin voru 29,8 millj. kr.
Skýr aðskilnaður er í bókhaldi milli
félagslegrar starfsemi og leiðbeiningaþjón-
ustu, en samandregnar niðurstöður úr árs-
reilcningi eru sýndar í meðfylgjandi yfirliti.
Rekstraryfirlit
Bændasamtaka Islands 1997
Félagsleg starfsemi
Tekjur: þús. kr.
Ur Búnaðarmálasjóði 37.857
Seld þjónusta 14.081
Tekjur af útgáfu 33.259
Fjármunatekjur 7.728
Aðrar tekjur (fasteignir o.fl.) 12.983
105.908
Gjöld alls: 96.581
Leiðbeiningaþjónusta
Tekjur:
Úr ríkissjóði 86.800
Framlög úr þróunar- og
rannsóknarsjóðum 3.650
Seld þjónusta og aðrar tekjur 11.156
101.606
Gjöld alls: 109.999
76