Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 20
BÚNAÐARRIT 1997
landbúnaðarstefnunni í viðkomandi landi.
Hér er einkum um tvennt að ræða:
• Tilfærslur til, eða sem oftar er tilfellið,
frá neytendum vegna stuðnings við
markaðsverð.
• Fjármunalegar tilfærslur á formi niður-
greiðslna á landbúnaðarvörum, til neyt-
enda.
Þegar CSE er gefið upp sem hlutfall (%)
er heildar CSE metið sem hlutfall af
heildarverðmæti neyslunnar á verði til
framleiðenda. Neikvætt CSE gildi þýðir að
um er að ræða álögur á neytendur vegna
landbúnaðarstefnunnar.
Stuðningur við landbúnað hefur farið
lækkandi í flestum OECD löndunum á
undanförnum árum og er Island enginn
eftirbátur annarra ríkja í þeim efnum.
Stuðningur við landbúnað í nokkrum
löndum, mældur á PSE-kvarða er sýndur í
töflu 3.
Framtíðarhorfur
Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi
orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér
á landi á síðustu árum. Hafinn er inn-
flutningur á ýmsum búvörum og verulega
hefur dregið úr stuðningi við landbúnað
hvort sem litið er á niðurstöður ríkisreikn-
ings eða útreikninga OECD. Opinber verð-
lagning á landbúnaðarafurðum er á undan-
haldi og útflutningsbætur heyra sögunni til.
Hluta af þessum breydnum má rekja til
lögfestingar þeirra skuldbindinga sem ísland
hefur tekið á sig með aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu (EES) og þó enn frekar
Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO). En
fyrst og fremst er um að ræða breytingar á
rekstrarumhverfinu (s.s.búvörulögum) til að
svara kalli tímans þar sem kröfur um
hagræðingu, aukin gæði framleiðslunnar,
aukna samkeppni og lægra verð til neytenda
eru viðvarandi.
Hér á landi hefur fjölskyldubúskapur
verið ríkjandi rekstrarform í landbúnaði
enda eina færa leiðin til að viðhalda þeirri
dreifðu byggð sem er forsenda nýtingar og
varðveislu landsins gæða. Þá er lögð áhersla
á gæði og hreinleika afurðanna. Ljóst er að
mótun landbúnaðarstefnunnar hér á landi
mun á næstu árum ráðast mjög af niður-
stöðu næstu samningalotu innan WTO. Þar
munu annars vegar takast á þær þjóðir sem
leggja áherslu á haftalaus viðskipti með
búvörur, með Bandaríkin í broddi fylkingar,
og hins vegar ESB og fleiri lönd sem vilja
áfram styðja sinn landbúnað, m.a. til að ná
fram markmiðum á sviði umhverfis- og
Tafla 3. Tekjuígildi stuðnings við landbúnað eftir löndum 1986-1997 (PSE%)
1986-88 1993-95 1994 1995 1996 1997
Ástralía 10 10 10 9 8 9
Kanada 42 26 26 23 22 20
ESB 48 49 49 49 43 42
Island 82 74 73 74 69 68
Japan 73 75 75 77 71 69
Nýja Sjáland 18 3 3 3 3 3
Noregur 74 74 74 72 70 71
Sviss 79 81 81 80 77 76
Tyrkland 26 30 25 31 25 38
Bandaríkin 30 18 19 13 15 16
OECD 45 41 42 40 36
Heimlld: OECD.
18