Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 14

Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 14
BÚNAÐARRIT 1997 skipar fimm menn í stjórn sjóðsins, þar af tvo eftir tilnefningu Bændasamtaka íslands. Arð af eigin fé, umfram verðtryggingu höfuðstóls, skal nota til að lækka útlánavexti Lánasjóðsins. Ríkisábyrgð er á skuldbind- ingum Lánasjóðs landbúnaðarins ef eignir og tekjur sjóðsins standa ekki undir skuld- bindingum hans. Með lögunum lækkaði einnig gjald til Stofnlánadeildar landbún- aðarins um 60% þegar hinn 1. júní 1997. Alls lækkuðu því tekjur Lánasjóðsins (áður Stofnlánadeildar) af sjóðagjöldum um ná- lega 64% vegna lagasetningar á árinu. Alþingi breytti lögum um Lífeyrissjóð bænda á haustþingi 1997, með lögum nr. 122/1997, og tók breytingin gildi 1. janúar 1998. Tekin var upp nokkru nánari skil- greining á sjóðfélögum og starfsheitið bóndi afmarkað ákveðnar en verið hefur. Bóndi er hver sá aðili að félagsbúi, einkahlutafélagi eða öðru löglegu búrekstrarformi sem stundar búskap á lögbýli þar sem hann á lögheimili og búrekstur fellur undir sömu atvinnugreinar og skylt er að greiða búnaðargjald af. Iðgjaldsstofninn verður reiknað endurgjald sjóðfélaga við búrekstur og skal iðgjaldsgreiðsla nema 4% af stofninum en jafnframt skulu bændur greiða mótframlag, 6%, ef ekki er samið um greiðslu þess úr ríkissjóði. Áður var fram- leiðendaverðið gjaldstofn, en þak sett á árlega innheimtu. Innheimtumenn ríkis- sjóðs munu innheimta iðgjaldið hjá sjóð- félögum og verður innheimt uppígreiðsla af beingreiðslum eða með búnaðargjaldi. Uppgjör fer síðan fram með endanlegri álagningu árið eftir, sem skattstjóri annast. Á vorþingi Alþingis 1997 voru einnig samþykkt ný lög um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoð- un og gæðamat á sláturdýrum, nr. 96/1997. Lögin, sem öðluðust gildi 1. júlí 1997, leystu af hólmi lög um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, sem að stofni til voru frá árinu 1966. I nýju lögunum eru nákvæmari fyrirmæli um umfang löggild- ingar landbúnaðarráðuneytis, en nú skal sækja um löggildingu aðstöðu til slátrunar, kælingar, frystingar, vinnslu og geymslu sláturafurða. Einnig eru ákvæði um eftirlit með sláturdýrum heima á lögbýlum og um innra eftirlit sláturhúsa og kjötvinnslu- stöðva. Ákvæði um gæðamat sláturafurða eru um margt hliðstæð eldra fyrirkomulagi. Bæði heilbrigðiseftirlit og yfirkjötmat verður áfram á vegum landbúnaðarráðuneytis og áfram verður innheimt bæði eftirlitsgjald og matsgjald af sláturleyfishöfum. Tafla 1. Hlutfallsleg skipting tekna af búnaðargjaldi Búnaðarsjóður B( Bún.sb. Búgr.fél Bjargr.sj. Lánasj. landbún. Framl.ráð landbún. Alls Nautgripaafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Sauðfjárafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Hrossaafurðir 0,325 0,500 0,550 0,200 0,800 0,275 2,650 Svínaafurðir 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650 Alifuglakjöt 0,125 0,250 0,200 1,000 0,800 0,275 2,650 Egg 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650 Kartöflur, gulrófur 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Annað grænm. og blóm 0,325 0,500 0,750 0,300 0,800 0,275 2,950 Grávara 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Æðardúnn 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Skógarafurðir 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.