Búnaðarrit - 01.01.1997, Blaðsíða 36
BÚNAÐARRIT 1997
kvæmasýningum sem hafa aukist að um-
fangi með hverju ári. Haustið 1997 varð
mjög mikil aukning á slíkum sýningum og á
þann hátt samtals lagður dómur á 858
afkvæmahópa. Á þeim búum sem skipu-
legast hafa notað ómsjármælingar síðustu
fimm til sex árin, má víða sjá feikilega
mikinn árangur af því vali sem á þeim hefur
verið byggt.
Sauðfjársæðingar gegna veigamiklu hlut-
verki við dreifingu erfðaefnis um landið. 1
desember 1997 voru starfræktar tvær sauð-
fjársæðingarstöðvar. Þaðan voru sæddar
samtals 16.396 ær.
Fagráð í sauðfjárrækt tók á árinu við verk-
efnum búfjárræktarnefndar í sauðfjárrækt
samkvæmt búfjárræktarlögum. Vinnuhópur
um ræktunarmál á vegum fagráðs vinnur að
þeim málum sem snúa að framkvæmd
ræktunarstarfsins.
Framleiðsla og sala
Framleiðsla og sala kindakjöts hefur dregist
saman undanfarin ár. Framleiðslan árið
1997 var 7.903 tonn, þar af lambakjöt
7.122 tonn og kjöt af fullorðnu fé 781 tonn.
Þetta er 2,8% minni framleiðsla en árið
áður, en 7.476 tonnum eða 48,6% minni en
árið 1978 þegar framleiðslan náði hámarki.
Undanfarin ár hefur framleiðslan dregist
saman um 1-3% á ári. Hefðbundin sauð-
fjárslátrun stendur yfir frá miðjum sept-
ember og fram yfir miðjan október. 1 kjölfar
samnings um framleiðslu sauðfjárafurða,
sem gerður var í október 1995, var með
sérstökum aukagreiðslum hvatt til slátrunar
utan hefðbundins slátrunartíma. Þetta hafði
í för með sér að árið 1997 var 571 tonn af
kjöti framleitt utan hefðbundinnar slátur-
tíðar eða um 8% af framleiðslu lambakjöts.
Mest af þessu kjöti var selt ferskt.
Sala kindakjöts innanlands árið 1997 var
6.617 tonn, þar af var lambakjöt 5.961 tonn
en kjöt af fullorðnu 656 tonn, eða samtals
24,4 kg á íbúa. Þetta er 325 tonnum eða
4,7% minni sala en árið áður. Hámarki náði
kindakjötssalan árið 1982 en þá voru seld
10.916 tonn eða 46,7 kg á hvern íbúa.
Innvegin ull árið 1997 var 715 tonn en var
727 tonn árið áður.
34