Heilbrigðismál - 01.01.1969, Síða 9

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Síða 9
Heilablóðfall í GAMLA daga þýddi heilablóðfall eða slag endinn á starfsferli og athöfnum manna, en þannig er það ekki núorðið. Nýtízkumeðferð kemur sjúklingnum iðulega á fætur svo að þeir geta lifað lífinu á næst- um eðlilegan hátt. Heilablóðfall er svo algengt nú á dögum, að flestir vita, hvað þar er um að ræða. Það er kunn saga, hvernig roskið fólk brotnar allt í einu niður og annar helmigur líkamans lamast. Því verður erfitt um mál o. s. frv. Þessum tilfellum hefur fjölgað stórkostlega á seinni árum og það er ekki ósennilegt, að þau fari enn í vöxt. Sem þver- sögn mætti segja, að þessa aukningu mætti færa á reikning læknavísindanna. Heilablóðfall kemur aðallega fyrir hjá rosknu fólki og það er því eðli- legt, að þegar meðal-aldurinn vex verða fleiri og fleiri að lokum slegnir þessum sjúkdómi. Fólk fyrri alda gat þó ekki hrósað sér af því, að hafa verið ónæmt fyrir heilablóðfalli. En sannleikurinn er sá, að fyrri alda fólk lifði sjaldnast nógu lengi til að fá slag. Og okkar samtíð verður að vera við því búin, að heilablæðingunum fjölgi. Það er gjald, sem hún verður að greiða fyrir lengingu meðal-aldursins og framfarir læknavísindanna. En við þurfum ekki FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL endilega að taka því skilyrðislaust, sem ekki verður umflúið, án þess að aðhafast neitt. Við getum öll gengið fast fram í því, að auka þekkingu okkar á heilablæðingunum og þannig átt þátt í að draga úr hinum illu afleiðingum þeirra. Hvað skeður. Það sem fyrst og fremst skeður, er að æð í heilan- um brestur og þannig seytlar blóð í heilavefinn eða lokast af blóðstorku, þannig að heilinn er rændur hluta af blóðrás sinni. f báðum tilfellum skaddast heilavefurinn, og ástand sjúklinganna fer eftir því, hvað mikið af vefjum heilans eyðilegjast eða skemmist og hvað skemmdirnar eru víðtækar. Smá blóðstorka í lítilli æð veldur ef til vill aðeins slapp- leika í málfæri eða kemur fram sem veiklun í hendi eða fæti. Mikil blæðing, sem orsakast af því, að stór æð brestur, getur skaddað heilann svo, að komi til djúps meðvitundarleysis og líf sjúklingsins sé í bráðri hættu. Þó er í bæði skiptin um slag að ræða, aðeins á mismunandi stigi. En hversvegna skeður það? Hvað orsakar að blóðið hleypur og lokar blóð- rásinni? Hversvegna bresta æðar? Svarið við þessum 9

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.