Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 13
og eldur í sinu í skólum og æskulýðsheimilum. Það virðist vera hjátrú. í seinni heimsstyrjöldinni komu upp 2 tilfelli af einkirningasótt á herskipi. - Skipslæknirinn bjóst við skæðri farsótt meðal hinna mörg hundruð ungu manna, sem var kasað þar saman í miklum þrengslum. Skipið kom fyrst í höfn 4 mánuðum seinna, en engir fleiri sýkmst. Þessi athugun og aðrar sambærilegar benda til, að einkirningasótt sé vírus-sjúkdómur, og smitefnið geri menn ónæma með öllu, enda gildir það um flesta veirusjúkdóma. Það kann að vera skýringin á því, að einungis örfáir, sem smitast af sjúkdómn- um, veikjast svo þess verði vart. Að vísu hafa hingað og þangað gengið allútbreiddar farsóttir af einkirningasóttinni, en almennt séð er smithættan takmörkuð. Skipverjum er ekki bönnuð landganga þó að sjúkdómurinn sé um borð og einangrun vegna hans er ekki fyrirskipuð. Börn og unglingar taka aðallega sjúkdóminn. Flest tilfellin, sem greind eru, finnast hjá fólki á 15-24 ára aldri. Það kann að stafa af því, að fólk á þeim aldri er undir nánara læknis- eftirliti en aðrir aldursflokkar. Skýrslurnar eru ekki sem ábygilegastar, en sjúkdómurinn virðist núorðið leita á börn innan 14 ára aldurs og fer einnig vax- andi á fólki yfir 25 ára aldri. Fólk er lasburða og þreklaust eftir sjúkdóminn, stundum ceðilengi, og það er hætta á fylgikvillum eins og smitandi lifrabólgum og hvítblœði. Þetta heyrist sagt, en er alvarlegur misskilningur, og það veldur ástæðulausum ótta, bæði hjá sjúklingunum og ættingjum þeirra. Næstum hvaða barna-sjúk- dómur sem er, getur verið hættulegur gömlu fólki, bæði mislingar og hettusótt, svo dæmi séu nefnd. En meðal barna og unglinga er einki’ningasótt svo vægur sjúkdómur, að sennilega smitast mikill fjöldi án þess að hafa hugboð um nokkur veikindi. Þegar hann kemst á það stig, að hann sé greindur, standa aðalveikindin, hiti, hálsbólga og bólgnir eitlar, sjald- an lengur en hálfan mánuð, og jafnvel á þessu tíma- bili geta sjúklingarnir verið eitthvað á ferli úr því að hitinn er horf.'nn. - Sé nauðsynlegt eð skera slíkan sjúkling upp vegna annars sjúkdóms, er hiklaust óhætt að gera það, hvenær sem er. Það kemur fyrir, að sjúklingar segjast hafa verið miður FRÉTTABRÉF UM HF.ILBRIGÐISMÁL sín mánuðum saman eftir sjúkdóminn, en margir læknar halda, að þá sé um aðrar orsakir að ræða, eins og erfiðleika í námi, árekstra við foreldrana, vonbrigði í ástamálum og þessháttar. Þeir, sem eru í afturbata eftir einkirningasótt þutfa oft mikinn svefn, en það stendur sjaldan lengur en hálfsmán- aðar tíma. Þó leiddu rannsóknir, sem gerðar voru í háskóla ekkert sérstakt í ljós, enga óeðlilega svefn- þörf eða neitt annað hjá 90% í hópi 130 sjúklinga 6 vikum eftir að þeir höfðu legið í sóttinni. — Eftirköst eru sjaldgæf, gula kemur stöku sinnum og þaðan stafar hugmyndin um samband milli sótt- ar og smitandi lifrarbólgu. Báðir sjúkdómarnir legjast að vísu á lifrina. Smitandi lifrarbólgu veldur útbreiddum skemmdum, sem stundum batna ekki, en eftir einkirningasótt finnast aðeins smávægilegar vefiabreytingar, sem standa mjög stutt. Það hefur heldur ekki tekizt að finna neitt samband milli hennar og hvítblæðis. Sjúkdómarnir eiga ekkert annað sameiginlegt en breytingar, sem verða á hvítu blóðkornunum. En fjöldi sjúklegra blóðfruma er hverfandi við þessa sótt hjá því, sem er í blóð- mynd hvítblæðissjúklings'ns og yfirleitt hverfa þær breytingar mjög fljótt úr blóðinu. Sú stað- hæfing, að einkirningasótt sé yfirleitt langvinnur sjúkdómur, sem taki sig margsinnis upp, er alger misskilningur. Löng rúmlega á að vera eina meðferðin, sem hrífur. í hóprannsókn var sjúklingunum haldið í rúminu meðan nokkur vottur einkenna var fyrir hendi. í samanburðarhópi voru sjúklingarnir látnir taka upp eðlilega lifnaðarhætti, þar á meðal líkamsæf- ingar og úti-íþróttir um leið og þeir fengu aftur löngun til þess. Sjúklingarnir í virka hópnum urðu fyrr einkenna lausir en þeir, sem voru látnir liggja. Margir læknar telja því réttast að láta sjúklingana ráða, hvenær þeir vilja fara á fætur og út. Nú lyf eiga að geta lœknað einkirningasótt á ör- fáum dögum. Einnig fjarstæða. Það er hægt að lækka hitann og draga úr hálsbólgu einkennunum með lyfjum, en engin lyf lækna sjúkdóminn og þar sem hann stendur venjulega stutt, vilja margir læknar helzt 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.