Heilbrigðismál - 01.01.1969, Side 16
Ýmsir rannsökuðu mig og spurðu mig fjölda spurn-
inga. Ég man að einn sagði, að ég hefði gert það
eina skynsamlega, að koma beint inn um ieið og
ég fann þykkildið.
Uppskurðurmn.
Þeir ákváðu að skera mig upp. Til allrar ham-
ingju þurfti ég ekki að bíða lengi. Það var autt
pláss í konungl. spítalanum í Melbourne og eftir
3 daga var ég skorin upp. Ég var engan vegin hrædd
við aðgerðina. Ég var hamingjusöm yfir undir-
búningnum, sem ég fékk á leiðinni á skurðstofuna.
Næsta sem ég vissi var að hjúkrunarkonan sagði
við mig: „Langar yður ekki til að sjá manninn
yðar?" Þá var allt um garð gengið.
Það var ekki hægt að tala um miklar þjáningar.
Það sem angraði mig mest, var fetillin, sem ég varð
að hafa til að halda uppi handleggnum, sem var enn
slappur. En reglulegar þjáningar voru ekkert vanda-
mál. Ég var leið vegna þess að það hljóp dálítil vilsa
í sárið, sem hélt mér lengur á spítalanum en venju-
legt er eftir svona aðgerð, en samt sem áður var
ég heima innan fjögra vikna.
Eftir á.
Vitanlega er það mikið áfall fyrir konu að missa
brjóstið. Alveg sama hvað gömul hún er. £n bráð-
lega hafði ég fundið ráð til að verða eðlileg í vexti
og þegar hjúkrunarkona frá Peter Mac Collins spít-
alanum vitjaði mín, fór hún undir eins að tala um
sérstakt gervi-brjóst. Uppskurðurinn fór ekki nærri
eins illa með útlit mitt og ég hafði búizt við.
Þegar ég ók strandveginn, á leiðinni heim frá
SÍGARETTUAUGLÝSINGAR SÝNA
ÞETTA EKKI
frh. af bls. 8
mætti Iáta kvikmyndavélina líða um stofuna, til
þess að áhorfendur gætu glaðzt af að sjá, hvað við
höldum okkur dyggilega við uppáhaldstegundina
okkar. Það er að segja, þeir okkar, sem hafa ennþá
munn.
Og sem lokaáhrif vildi ég stinga upp á nærmynd
spítalanum, stakk það mig, að ég gæti aldrei framar
borið sundföt. En það leið ekki á löngu þangað til
ég hafði fundið mjög tízkulegan sundbol, sem fór
mér ágætlega.
Afturbatinn.
Jú, ég varð að gera æfingar, eins og alls konar
lyftingar og sveiflur með handleggjunum, sam-
kvæmt bók sem ráðleggingastöð krabbameinsvarn-
anna gefur út. Hvað mér viðvíkur, virðist ekki nein
þörf á geislameðferð.
Vinir fá nýjar hugmyndir.
Eitt af því athyglisverða, sem hlauzt af því að
ég fékk krabbamein, eru breyttar hugmyndir vina
minna. - Einn nágranni okkar er lýsandi dæmi
þess. Alveg nýlega fékk hún hnút á nákvæmlega
sama stað og ég. Þó hún væri alveg eyðilögð út af
þessu, fór hún beint til læknis síns. - Til allrar
hamingju var vefjasýni frá henni neikvætt. Hún
losnaði við miklar áhyggjur með því að fara beint
til læknisins. Það eru í kringum 20 hús í hverfinu
mínu. Þegar ég fékk kiabbameinið, held ég að allar
konurnar í því hafi farið beint til læknis til eftir-
lits, létu framkvæma hjá sér krabbameinsleit og þess
háttar. Þar gerðu þær góðan hiut, og nú hafa þær
gert sér að venju að fara reglulega í rannsókn. Allir
vita að éj var með krabbamein og það var rætt um-
búðalaust. Ég hefi verið stönzuð á strætisvagnastöð-
inni og spurð um það. Þegar fólk sér að einhverjum
sem hefur fengið krabbamein, farnast vel, lítur það
sjúkdóminn allt öðrum augum, ég er hárviss um
það.
af reglulegum ástríðu-reykjara, sjúklingi, sem við
höfðum og hélt sígarettunni við loftgatið á hálsin-
um, svo að hann gæti sogið reykinn niður í lungun.
Við ökum ekki í sportbílum hérna á „7 - austur".
Við ökum á hjóltíkum á skurðstofuna og ef heppnin
er með, ökum við þannig inn á stofuna okkar aftur.
Það eru fleiri þorp í ríki krabbameinsins. Niðri á
3 eru lungun skorin burtu. Ég þakka guði, að ég
hefi ekki enn þurft að leggja leið mína þangað.
Bj. Bj tók saman úr Christian Herald.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL
16