Heilbrigðismál - 01.01.1969, Síða 19
Fjöldi fólks er lagður inn á spítala árlega til upp-
skurðar vegna starblindu, eða með öðrum orðum,
til þess að taka burtu augasteininn. Hann er full-
komlega gegnsær undir venjulegum krigumstæðum,
en getur orðið skýjaður og eyðilagt sjónina. Ástæð-
urnar fyrir myndun starblindu eru óvissar að öðru
leyti en því að þær virðast bundnar ellinni. Oft geta
aðgerðir við henni gefið ágætan árangur. Sjúkling-
urinn þarf að dveljast viku eða svo í sjúkrahúsi og
vera heima í mánuð áður en hann gemr farið að
nota viðeigandi gleraugu. En aðgerðin er þvingandi,
bæði fyrir sjúklinginn og lækninn, og blæðingar-
hættan eftir aðgerðina, sem getur eyðilagt allan ár-
angur og valdið algerri blindu, er allmikil, jafnvel
þótt sjúklingurinn liggi grafkyrr, sem oft tekur
mjög á þolinmæði hans og úthald. Nú hefur augn-
læknir í New York fundið upp aðferð til að ná
augasteininum út á einfaldan og þægilegan hátt,
þannig að sjúklingurinn er aftur vinnufær nokkrum
dögum eftir aðgerðina. Charles D. Kelman augn-
læknir segir, að við venjulega starblinduaðgerð
verði að skera hálfa hornhimnuna frá og lyfta henni
upp. Til að loka skurðinum þarf 6-8 sauma. Með
því að nota hásveiflukanna, gerir Kelman skurð,
sem er minni en 2Vz mm og hægt er að loka með
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
Hljóðbylgur til að-
gerða ó starblyndu
einu saumspori. Kelman gerir sprettuna við horn-
himnuröndina og notar smásjárgleraugu til að
fylgjast með handtökunum, smeygir tækinu inn í
augnsteinshólfið, sem skilur hornhimnuna og stein-
inn. Kanninn er holnál úr telanium-málmblöndu.
Utan um hana er silicon-hólkur, sem festur er við
háspennutæki, er stendur við hlið læknisins. Þegar
nálin snertir augnsteininn, stígur Kelman á fótrofa
á tækinu og nálin tekur að sveiflast með 40 þús.
sveifluhraða á sekúndu, sem nægir til að ummynda
augnsteininn í vökva.
Þegar augnsteininum hefur verið sundrað á þenn-
an hátt með nokkrum sveiflulotum, er sprautað
þunnum hreinsivökva í augnsteinsholið og síðan
allt sogið burtu, gegnum holið milli nálarinnar og
silicon hólksins og upp um holrúmið sem liggur
gegnum handfang kannans. Kelman hefur notað
hásveiflur til að fjarlægja augasteina úr 50 sjúkl-
ingum sl. 2 ár. Aðgerðin er enn á tilraunastigi, en
Kelman heldur því fram, að starblinduuppskurður-
inn geti á þennan hátt orðið smávægileg aðgerð.
Og hann bætir þvi við, að hásveiflutæki mætti
einnig nota til að eða eyða gallsteinum, æxlum og
þykknum úr kölkuðum æðum í hjartanu og víðar.
19