Heilbrigðismál - 01.01.1969, Qupperneq 22
þeir ráðþrota gagnvart langvarandi klettbeinsbólg-
um og öðrum þrota í beinvef miðeyrans. Þegar skor-
ið var upp vegna þessa, glataðist heyrnin oft. Þannig
er því ekki lengur farið. Á síðustu árum hefur ný
aðferð komið til skjalanna, sem felst í því, að allt
miðeyrað er endurnýjað, bæði heyrnarbeinabrúin
og hljóðhimnan. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að
gera það að öllu Ieyti. Stundum nægir að nema burm
beinabrúna, meðan bólgusvæðið er skorið upp, og
setja hana síðan inn aftur. En séu litlu beinin sjálf
bólgin og skemmd, er skipt á þeim og önnur brú
sett í staðin. Á því sviði hefur náðst beztur árangur
með því að taka beinflísar úr hauskúpunni bak við
eyrað.
Taugaheyrnardeyfa.
Þessar aðgerðir duga þeim ekki sem hafa heyrnar-
deyfu, sem orsakast af taugaskemmdum, og innra-
eyrað má heita Iokað Iand fyrir skurðlækninum.
Aðalvopn Iæknavísindanna á þessari tegund heyrn-
ardeyfu, eru varnir. Þó eru einstakar undantekning-
ar. Heyrnardeyfa gemr orsakast af lokun á æð til
innra-eyrans. Þær truflanir er smndum hægt að laga
með meðulum, sem opna æðarnar. Heyrnardeyfu,
sem orsakast af ofnæmi og sjúkdómum í skjaldar-
kirtlinum, er einnig hægt að lækna, og Ménieres-
sjúkdóminn, sem orsakast af þrýstingshækkun í
vökvarúmum innra-eyrans, er oft hægt að lækna
bæði með lyfjum og skuraðgerðum. Varnirnar em
fyrst og fremst að berjast gegn hávaða og vernda
fyrir honum. Það á sérstaklega við um starfsemi í
ýmsum iðngreinum. Þá kemur bólusetning gegn
sjúkdómum, sem geta skaðað heyrnina. Það hafa
verið gerðar tilraunir með bólusetningar gegn rauð-
um hundum, en þeir geta gert hið ófædda barn
örkumla. Þess verður varla langt að bíða að virkt
bóluefni komi í hendur læknanna og útrými þessari
tegund heyrnardeyfu.
Heyrnarteeki.
Milljónir manna hafa góð not af heyrnartækjum,
og tæki sem koma að notum fyrir smábörn eru einn-
ig til. Þau er ýmist sett í hlustina, en þá berst hljóðið
í gegnum hayrnarbeinin, eða við beinin bak við
eyrað. Margir heyrnardaufir með skemdir í innra-
eyranu skynja lága tóna betur en háa. En þá vilja
hljóðin oft afskræmast í tækjunum svo þeir geta
venjulega ekki notað þau. Nú hefur tekizt að búa
til tæki sem bæta úr þess að nokkru leyti. Onnur
óþægindi fyrir þá, sem nota heyrnartæki, eru skyndi-
leg há hljóð, öskur í þotu og háir flaututónar geta
valdið sárum verkjum í eyranu. Sá vandi hefur
verið leystur í nýjustu tegundum heyrnartækja með
sérstakri straumrás, sem rofnar þegar hljóðið hefur
náð ákveðnum styrk, en sambandið kemur aftur
þegar hljóðið lækkar. Það eru gerðar geysivíðtækar
rannsóknir á þessu sviði og framfarir næsm 10 ára
munu vafalaust setja allt í skuggann sem þegar hef-
ur áunnizt, þó það sé stórkostlegt. Hingað til hefur
verið erfitt að fá frekari skýringar á gámm innra-
eyrans, vegna þess að ekki er hægt að fylgjast með
því á lifandi fólki, sem fram fer í þessari miðstöð.
En í Bandaríkjunum hafa nú verið stofnaðir eyrna-
bankar og fólk getur ánafnað þeim heyrnarlíffærin.
Með því móti er hægt að rannsaka vefjabreytingar
undir smásjá í öllum smáatriðum og bera þær saman
við sjúkdómseinkennin, sem voru fyrir hendi í
lifendalífi sjúklingsins. Brátt mun hægt að sýna
fram á orsakir margra tegunda taugaheyrnardeyfu,
og út frá því finna Ieiðir til að Iækna hana. Þá verða
einnig þeir sjúklingar leystir úr fangelsi þegnar-
innar.
22
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL