Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 1

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 1
Oddfellowreglan á íslandi sýndi þann mikla höfðingsskap, að gefa Landspítalanum hávolta- geislatæki í tilefni 150 ára afmælis reglunnar. Gjöfin miðaðist við verð tækisins frá verksmiðj- unni í Kanada. Ríkisstjórnin gaf eftir tolla, Sjóvá gaf tryggingar, Eimskip flutningskostnað, Hans R. Þórð- arson og Ólafur Jónsson forstjórar Electric hf. gáfu umboðslaun sín. Annan kostnað greiddu Krabbameinsfélag fslands og Krabbameinsfélag Reykjavíkur að jöfnu. Þau önnuðust útvegun tækisins og alla fyrirgreiðslu vegna þess. Tækið reiknað fullu verði kostaði rúmar 6 milljónir króna. Myndin að ofan er frá fjölmennri athöfn í Oddfellowhúsinu, er stórsír Oddfellowreglunnar. Magnús Brynjólfsson, afhendir Jóhanni Hafstein heilbrigðismálaráðherra gjafabréf, fyrir cob- altækinu. Á vinstri hönd honurn sitja Sigurður Sigurðsson landlæknir o g Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbameinsfélags íslands. i--------------------------------

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.