Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 8

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 8
Víetnam, og flestir voru á aldrinum 20—30 ára og reyktu yfirleitt mikið, eins og menn í hernaði gera yfirleitt, kom í ljós að krans- æðabreytingar voru miklu meiri en meðal fólks sem farizt hafði úr slysum í Bandaríkj- unum og var á sama aldri, en hafði ekki reykt. Hjá ollum fjöldanum af því fólki fund- ust litlar sem engar breytingar í kransæðun- um. Vera má að þessari óheillaþróun meðal hermannanna valdi að einhverju leyti andleg- ar og líkamlegar ofraunir og ógnir, sem þeir verða að þola í Víetnam. Ég tók það fram áðan, að það gæti tekið allt upp í 40 ár að reykja í sig lungnakrabba, og sem betur fer tekst hávaðanum af fólki það alls ekki. Hvort hann kemur fyrr eða seinna fer eftir því, hvað mikið er reykt, hvaða sígarettur eru reyktar, hvernig er reykt og hneigð einstaklingsins til krabbamyndun- ar kemur þar einnig til greina. Hneigð (dis- positio) er ekki sama og erfðir. Við vitum nánast ekkert um þær í sambandi við krabba- mein. Fólk um og innan við tvítugt hugsar ef til vill sem svo, að það sem kann að geta skeð eftir 40 ár komi því bókstaflega ekkert við. Því finnst ellin og hrörnunin andstyggileg og þess vegna ætti enginn að keppa eftir því að verða gamall. En þegar árunum fjölgar og sextugsaldrinum er náð verður þetta fólk á allt öðru máli. Reynslan gegnum aldirnar hefur sýnt, að með hækkandi aldri breytast skoðanir fólks á mörgum sviðum og þar á meðal á ellinni. Og sannleikurinn er sá, að gamla fólkið getur notið lífsins í ríkum mæli og það þráir flest að lifa alveg eins og þið, sem eruð ung. Ég horfði fyrir skömmu á fræðslumynd um lungnakrabbamein, þar sem 2 læknar og nokkrir leikmenn töluðust við. Annar læknir- inn kom inn á þessi viðhorf ungra og aldnra. Hann var á að gizka um sjötugt eða á mín- um aldri. Þó klykkti hann út með því að segja: Síðustu 5 árin eru þau hamingjusöm- ustu og beztu, sem ég hefi lifað. Ég get alveg tekið undir með honum. Það er ekkert til fyrirstöðu að þannig geti einnig orðið fyrir flestum ykkar, sem eruð enn ung, ef ekkert alvarlegt hendir, sem haml- ar því, annað hvort óviðráðanlegar orsakir eða eitthvað annað, sem þið eigið sök á sjálf. Hamingjan forði frá öllu slíku. Ég gat þess í upphafi máls míns, að við vissum hvergi nóg um áhrif tóbaksreykingar til að geta gert nægilega grein fyrir þeim, og allra sízt er það hægt í stuttu máli. Þótt mynd sú sem ég hefi dregið upp af áhrifum sígarettureykinga þyki ef til vill ó- fögur og jafnvel ógnvekjandi, hefur þó ekk- ert verið sagt nema það sem þegar er á vitorði allra lækna, og það er ekki sagt í þeim til- gangi að ógna neinum eða hræða fram yfir það, sem sannindin gefa tilefni til. Þið megið ekki halda, að ýkjur eða ofstæki stjórni yfirleitt orðum okkar og penna sem fjöllum um þessi mál. Ofstæki er í mínum augum fyrirlitlegt í hvaða mynd sem það birtist. Sumir eru þannig gerðir, að þeim gengur til hjartans að sjá fólk verða hræðilegum sjúkdómum og illum örlögum að bráð, fyrir ístöðuleysi, vanhugsaðar eða óhugsaðar að- gerðir, ekki sízt ef það er glæsilegt fólk, and- lega og líkamlega vel gert. Sem betur fer eru alltaf til konur og menn, sem eiga þær óskir heitastar, að afstýra slíku, og vill fá unga fólkið með allan eldmóðinn, til að beita honum í jákvæðri afstöðu til lífs- ins og þess, sem það hefur bezt að bjóða. Og það langar til þess, að unga fólkið sláist í hópinn með þeim, er heldur kjósa að fylgja 1 ífstefnu en helstefnu. 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.