Heilbrigðismál - 01.07.1971, Síða 9

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Síða 9
Sigmundur Magnússon, yfirlœknir Tilraunir til lækninga á illkynja sjúk- dómum hafa fram á okkar daga að verulegu leyti byggzt á skurðlækningum. Ollum mun nú ljóst, að vart er þaðan að vænta betri ár- angurs svo nokkru nemi, nema til komi leiðir til greininga sjúkdómanna fyrr en nú er, helzt áður en þeir eru farnir að valda einkennum. Astæða fyrir því að skurðaðgerðir hafa ekki náð að lækna fleiri en raun ber vitni stafar fyrst og fremst af því að meinin hafa náð að breiðast út í næsta umhverfi sitt eða mynda útsæði, svokölluð meinvörp annarsstaðar í líkamanum. Upp úr aldamótunum var farið að nota töntgengeisla til lækninga, en þrátt fyrir stór- stígar tæknilegar framfarir og sífellt betri ár- angur hafa röntgengeislar ekki heldur náð að lækna alla. Það verður því að líta svo á að lækning ill- kynja sjúkdóma muni endanlega ekki fást með þessum aðgerðum, enda eru sumir sjúk- dómarnir þess eðlis frá upphafi að þeim verð- ur ekki beitt við þá. Engum er þetta betur ljóst en einmitt þeim læknum, sem fengizt fréttabréf um hhilbrigðismál Lyfjameðferð við illkynja sjúkdómum hafa við lækningar með þessum aðferðum eins og fram kom nýlega í blaðaviðtali við dr. Friðrik Einarsson yfirlækni. Þetta hefur að vísu verið Ijóst í langan tíma og því kann ykkur ef til vill að undra hve stutt saga lyfja- meðferðar á illkynja sjúkdómum er, en fyrsta greinin um það efni svo nokkru máli skipti birtist 1946 og fjallaði um notkun nitrogen mustards við sérstökum tegundum illkynja eitlasjúkdóma. 1948 birtist svo grein um notkun aminopterins við bráðum blóðkrabba í börnum. 1950 var lýst notkun ACTH, hormóns frá framlappa heiladingulsins, sem hvetur börk nýrnahettanna til að gefa frá sér kortison. í kjölfar þess kom fljótlega notkun kortisons sjálfs og skyldra lyfja og 1951 var fyrst lýst notkun purine mótverkandi lyfja. Síðan hafa kerfisbundnar rannsóknir á þús- undum efnasambanda farið fram og lyfjum fjölgað svo, að árið 1969 munu hafa verið í notkun í Bandaríkjunum að minnsta kosti 25 lyf gegn illkynja sjúkdómum skv. grein sem birtist í tímaritinu Disease — a - Month í apríl 1969. Mér telst til að hér á landi séu til eða hafi verið notuð 25 lyf og má vera að þau séu fleiri þótt mér sé ekki kunnugt um það. Af hverju er saga lyfjameðferðar gegn þess- um sjúkdómum ekki lengri en raun ber vitni, kunna menn að spyrja? Því er til að svara að fæst lyf verða til fyrir tilviljun, heldur fyrir kerfisbundnar rannsóknir. Að vissu leyti má 9

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.