Heilbrigðismál - 01.07.1971, Page 11

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Page 11
Á síðustu árum hefur verið reynt að ein- angra sjúkling, sem vantar kyrnikorn frá um- hverfinu með því að halda honum í sérstak- lega gerðu sýklafríu herbergi, sem útbúið hef- ur verið sem stór glær plastpoki hengdur inn í grind. 1 pokann er veitt síuðu sýklafríu lofti og þrýstingurinn hafður hærri innan pokans en utan til þess að annað loft en það síaða berist ekki inn. Matur og annað, sem sjúkling- urinn þarf er allt gerilsneytt. Þar að auki fær sjúklingurinn lyf, sem ætlað er að uppræta sýklaflóruna í þörmum. Með þessari aðferð hafa sumir talið sig geta gefið stærri skammta af lyfjunum og þar með fengið meiri áhrif á æxlin en þó eru þeir enn margir sem telja ágóðann vart ómaksins verðan. Mér þykir líklegra að þessi leið verði ekki almenn heldur muni blóðkornagjafir aukast og þörfin fyrir einangrun þar með minnka. Vegna aukaverkananna þarf læknirinn að fylgjast mjög náið með sjúklingnum, einkum með fjölda hvítu blóðkornanna og blóðflag- anna. Þetta er þeim mun nauðsynlegra ef ekki er kostur á að gefa þau blóðkorn sem vantar, því að sýklalyfin, þótt góð séu, duga ekki til varnar gegn sýklum, ef hvítu blóðkornin eru ekki jafnframt til staðar. Stundum hafa meinin að nokkru eiginleika þess vefs, sem þau eru komin frá. Þannig er krabbamein í brjósti næmt fyrir áhrifum ým- issa karl- eða kvenhormóna á sama hátt og heilbrigður brjóstvefur og krabbamein í blöðruhálskirtli karla er næmt fyrir sömu hormónum og heilbrigður blöðruhálskirtill. Kortison frá nýrnahettuberkinum og skyld V, sem valda í stórum skömmtum rýrnun á heilbrigðum eitlavef, hafa og reynzt gagnleg til meðferðar á illkynja eitlasjúkdómum. Þótt fylgikvillar hormónameðferðar séu ekki eins hættulegir og þeir, sem ég hefi áður talað um, eru þeir eigi að síður hvimleiðir. Konur, sem fá karlhormóna fá ýmis karlein- fréttabréf um heilbrigðismál kenni, en karlar, sem fá kvenhormóna verða kvenlegir. Það má einnig hamla á móti vexti þessara krabbameina með því að taka frá þeim þá hormóna, sem stuðla að vexti þeirra. Þannig fæst oft nokkur bati á brjóstkrabba með því að fjarlægja eggjastokka og á krabbameini í blöðruhálskirtli með því að fjarlægja eistun. Þá má nefna enn eina tegund lyf ja, þ. e. geislavirk efni svo sem fosfór og geislavirkt joð. Geislunin frá þeim hefur áhrif á vefina í nánasta umhverfi þeirra; þannig minnkar fos- fór starfsemi blóðmergsins, sem á aðsetur í beinunum en beinin taka upp fosfórinn og geislunina frá joði má nota gegn krabbameini í skjaldkirtli eða til að minnka starfsemi skjaldkirtils, sem starfar of mikið. Ef við berum saman annarsvegar lækn- ingu á sjúkdómi orsökuðum af sýklum, t. d. lungnabólgu og hinsvegar lækningu á krabba- meini er þar ólíku saman að jafna. Þar sem sýklar eru ekki hluti af líkamsfrumunum heldur aðskotadýr, með annarskonar efna- skipti en frumur líkamans, hefur verið tiltölu- lega auðvelt að finna lyf, sem drepa sýklana eða veikla þá án þess að hafa teljandi skaðleg áhrif á manninn. Einnig dugar, að lyfið fækki sýklum og veikli og getur þá líkaminn séð um að losa sig við þá síðustu. Engu slíku er til að dreifa, þegar lækning krabbameins er reynd með lyfjum. Eins og fyrr segir er enn vitað lítið um efnaskiptamun heilbrigðra og sjúkra fruma, sem unnt er að nýta til útrýmingar krabbameinsfruma og svo virðist líkaminn,að minnsta kosti eftir að krabbamein hefur náð að festa rætur, getulaus til að sjá sjálfur um síðustu leifar krabbans. Á seinni tímum hafa hins vegar farið fram rannsóknir, sem beinast að því að styrkja mótefnamyndun gegn mein- unum. Stöðugt batnar árangurinn ýmist með tilkomu nýrra lyfja eða vegna þess, að okkur lærist að nota á árangursríkari hátt þau lyf, 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.