Heilbrigðismál - 01.07.1971, Síða 12

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Síða 12
sem fyrir eru. Þannig hefur til dæmis komið í ljós, að stundum má bæta árangurinn með því að gefa stóra skammta í stuttan tíma, end- urtekið með vissu millibili, í stað daglegra minni skammta. Getur þetta eins átt við byrj- unarmeðferð, þar sem reynt er að eyða eftir fremsta megni illkynja frumum og viðhalds- meðferð, sem miðar að því að halda sjúk- dómnum niðri. Þá hefur einnig komið í ljós, að árangur getur batnað með því að gefa saman mismunandi lyf. Eru þá gjarnan valin saman lyf, sem hafa mismunandi eiturverk- anir eða aukaverkanir, en þá má gefa stærri skammta af hverju þeirra en unnt væri, ef aukaverkanirnar væru eins. Að vísu verður eigi að síður að gefa minni skammta af hverju þeirra heldur en þegar lyfin eru notuð ein, en heildarverkun þeirra á illkynja frumur verður meiri en ella. Eins má búast við, að eitt lyf verki á frumu, sem annað lyf verkar ekki á, svo að frumur ónæmar fyrir lyfjunum ná síð- ur að auka kyn sitt. Er hér beitt sömu rökum og við meðferð ýmissa sýklasjúkdóma eins og til dæmis berkla, en vitað er, að berklasýklar, ónæmir fyrir lyfjunum, koma síður fram á sjónarsviðið, ef fleiri lyf eru notuð samtímis. Til þess að glöggva okkur á því í hvaða til- vikum og hvenær á að nota lyf fremur en aðrar leiðir, held ég að gott væri að byrja á því að skipta illkynja sjúkdómum í þrjá flokka: / fyrsta lagi blóðkrabba, oft einnig nefnt hvítblæði eða leukemia, í öðru lagi illkynja eitlasjúkdóma, sem er hópur oft nefndur samheitinu lymphoma, og í þriðja lagi krabbamein, carcinoma eða cancer. I fyrsta hópnum, blóðkrabba, eru alltaf not- uð lyf, þar sem hann er dreifður víða, en ekki staðbundinn. Þar koma hvorki skurðaðgerðir né geislalækning til greina, nema þá helzt til þess að fjarlægja eða minnka milti, sem stærðar sinnar vegna er farið að valda óþæg- indum svo miklum, að réttlætanlegt þykir að fjarlægja það, eða minnka það með geislum, ef unnt er. Geislun á allan líkamann til eyð- ingar illkynja frumum hefur verið reynd, en náði ekki útbreiðslu, umfram tilraunir, vegna lélegs árangurs. Viðhorfið til meðferðar er hér nokkuð mis- munandi eftir tegund hvítblæðisins. Farið er hægar í sakirnar í langvinnu hvítblæði en í bráðu og lyfin ekki gefin það lengi eða í það stórum skömmtum, að úr verði óæskileg fækkun á heilbrigðum hvítum blóðkornum og blóðflögum. Ekki er mér kunnugt um, að nokkur end- anleg lækning hafi fengizt í langvinnu hvít- blæði né heldur hefur fengizt nokkur veruleg lenging á æviskeiði sjúklinganna. Á hinn bóg- inn fæst miklu betri líðan og jafnvel fullt starfsþrek um tíma. í bráðu hvítblæði eru lyf alltaf notuð strax og sjúkdómurinn hefur verið greindur og þar er stefnt að algerri útrýmingu á illkynja frum- um. Hér verður því oft að tefla á tæpasta vaðið vegna óæskilegra aukaverkana lyfjanna eins og fyrr segir. Segja má, að árangur með- ferðar á bráðu hvítblæði hjá fullorðnum sé enn mjög lélegur, hins vegar hefur náðst mjög veruleg lenging á æviskeiði barna og ung- linga og nú á síðustu árum er jafnvel af al- vöru talað um, að endanleg lækning hafi náðst í nokkrum tilfellum. Hér er hins vegar mjög erfitt um að dæma, því sjúkdómurinn getur legið svo niðri, að engin leið sé að greina hann, en blossað svo upp aftur á stuttum tíma. Það er því alltaf spurning hvenær eða eftir hve langan ein- kennalausan tíma unnt er að fullyrða, að við- komandi sé batnað og líklega vofir sjúkdóm- urinn alltaf yfir þessu fólki, þar til við lær- um á betri veg að greina þá, sem batnað er, frá þeim, sem sjúkdómurinn liggur hjá í leyni. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 12

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.