Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 15

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 15
nikkel, tjöru, asfalt, ýmsar geislavirkar loft- tegundir, steinolíu og benzíngufur. Það kom sem sé í ljós, fyrir mörgum ára- tugum, að lungnakrabbi var mjög algengur meðal námumanna, þar sem eitthvað af þess- um efnum var fyrir hendi. Þá hafa og veirur verið nefndar sem hugsanleg orsök sjúkdóms- ins. Talið er, að ekki sé veruleg hætta á lungna- krabba, fyrr en viðkomandi hefur reykt í 10- 15 ár a. m. k. eða unnið við eitthvert af áð- urnefndum efnum, sem nú eru þekkt sem krabbavaldar. Áður en ég lýsi helztu einkennum sjúk- dómsins, er rétt að rifja upp fyrir lesendum, hvað æxli er. Æxli eða mein er sjúkleg samsöfnun eða offjölgun fruma af einni eða fleiri tegundum. Frumur þessar skipta sér og þeim fjölgar óeðlilega ört og þær lúta ekki lengur lögmál- um líkamans. Æxlisfrumurnar eru líkar frumum þess líf- færis, sem æxlið vex í, en eru þó frábrugðnar nokkuð, bæði misstórar og óreglulegar í lög- un þegar um illkynja æxli er að ræða og jafn- framt fjölgar þá frumunum miklu örar held- ur en þegar meinið er góðkynja. Illkynja æxli vaxa því mun hraðar en þau sem góðkynja eru, en aðalmunurinn er þó, að þau virða ekki vefjaskil eða líffæratakmörk, heldur stækka jafnt og þétt með því að skjóta öngum út frá sér og vaxa inn í eða í gegnum æðar, taugar, vöðva og jafnvel bein. Líkaminn hefur ekki tök á að hefta út- breiðslu þeirra til lengdar. Góðkynja æxli, aftur á móti, eru oftast um- lukt sérstöku hýði og halda sér innan marka þess líffæris sem þau vaxa í. Engu að síður geta þau oft valdið einkennum og gert töiu- verðan usla vegna stærðar og þrýstings á um- hverfi sitt. Það kallast meinvarp þegar æxlisfrumur fréttabréf um heilbrigðismál berast frá upphaflega æxlinu með sogæðum í aðliggjandi eitla og líffæri eða með blóðinu til fjarlægari líffæra og taka til að vaxa þar. Það gefur auga leið, að þegar æxli hefur myndað þannig útsæði í öðrum líffærum, er ekki unnt, a. m. k. ekki með skurðaðgerð, að uppræta sjúkdóminn að fullu, jafnvel þó að kleift reynist, að nema brott upphaflega æxlið. Það eru aðeins ilikynja æxli sem valda slíku útsæði. Utsæði frá lungnakrabba kemur helzt í lifur, bein, heila og mænu. Krabbamein í lungum vaxa frá þekjufrum- um slímhúðarinnar í lungnapípunum. Bark- inn greinist í hægri og vinstri barkakvísl eða aðallungnapípur, en þær greinast svo í smærri og smærri kvíslar eða berkjur, sem enda loks í lungnablöðrunum, þar sem loftskiptin fara fram. Tæpur helmingur þessara meinsemda vex í stærstu barkakvíslunum, en rúmlega helming- ur í þeim smærri, stundum alveg út undir yfir- borði lungans. Með vefjarrannsókn er unnt að greina fimm aðaltegundir krabbameins í lungum og vaxa þau mjög mishratt. Það er athyglisvert, að hér á landi eru þær tegundir lungnakrabba í yfirgnæfandi meiri- hluta, sem hraðast vaxa og berast fljótar í önnur líffæri. Annars staðar er þessu öfugt farið. Segja má því, að lungnakrabbi sé ennþá geigvæn- legri sjúkdómur hér heldur en í nokkru öðru landi, sem við höfum ábyggilegar skýrslur frá. Skýringu á þessu hefi ég ekki. Má vera, að þar um valdi reykingavenjur eða erfðaeig- indir. Lungnakrabbi getur komið á hvaða aldri sem er, en flestir eru þó sjúklingarnir á aldr- inum 45-55 ára. Síðustu árin hefur tíðnin þó aukizt verulega í hærri aldursflokkunum, enda fer gömlu fólki fjölgandi í flestum menningarlöndum. 15

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.