Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 17

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 17
lunganu eða vökva í brjóstholi, sem gjarnan myndast, ef æxlið vex utarlega í lunganu. Æxli, sem á upptök sín efst í lunga, veld- ur stundum sárum verk fram í handlegg, kulda og dofatilfinningu og jafnvel lömun- um vegna þess, að það þrýstir á eða vex inn í æðarnar og taugarnar, sem liggja út í hand- legginn. Mikill slappleiki, þreyta, lystarleysi og megrun táknar oftast, að æxlið er orðið stórt eða hefur borizt í önnur líffæri. Ekkert þeirra einkenna, sem ég hefi nefnt er sérkennandi fyrir krabbamein heídur geta þau átt sér stað við ýmsa aðra sjúkdóma í lungum, svo sem berkla og aðrar langvinnar bólgur, útvíkkanir á lungnapípum, góðkynja æxli og sveppasjúkdóma, svo að nokkuð sé nefnt. Hversu langur tími líður frá því æxli byrj- ar að vaxa og þar til það veldur einkennum eða verður sjáanlegt á röntgenmyndum er sjálfsagt mjög breytilegt, frá nokkrum mán- uðum og upp í nokkur ár. Við greiningu sjúkdómsins er einkum beitt röntgenmyndatöku, rannsóknum á hráka eða uppgangi og lungna- eða berkjuspeglun. Blóðrannsóknir alls konar geta gefið vísbend- ingu, enda þótt þær staðfesti aldrei sjúkdóms- greininguna. Röntgenmyndir eru okkar bezta hjálp við að þekkja þennan sjúkdóm. Á þeim sést ýmist æxlið sjálft eða breytingar, sem komnar eru í ofan á lag, svo sem bólgur, minnkað loft í lungnahluta eða vökvi í brjóstholi. Auk venjulegra yfirlitsmynda má taka svo- kallaðar sneiðmyndir, þ. e. a. s. margar mynd- ir eru teknar í mismunandi dýpt, en á þeim má stundum greina lítil æxli eða bólgubletti, sem ekki sjást á yfirlitsmyndum. Þá er og unnt að taka sérmyndir af lungnapípum og lungnaæðum með skuggaefni. Leit að illkynja frumum í uppgangi getur FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL verið þýðingarmikill þáttur í greiningunni. Það á sér stað frumuflögnun frá þessum yfir- borðsæxlum í berkjuslímhúðinni, svo að ill- kynja frumur berast alltaf öðru hverju frá æxlinu með uppgangi, ef hann er til staðar, en einnig geta þær náðst upp þegar lungna- pípurnar eru skolaðar við lungnaspeglun. Með sérstakri litun og smásjárskoðun er nokkuð auðve't að þekkja æxlisfrumur frá heilbrigðum frumum. Æxlisfrumur finnast stundum á þennan hátt, enda þótt æxlið sé ennþá svo lítið, að það sjáist ekki á röntgenmyndum. Gefur því auga leið, hversu þýðingarmikil þessi rann- sókn er. Leit að illkynja frumum í uppgangi og röntgenmyndataka eru einmitt þær rannsókn- araðferðir, sem beitt er við hóprannsóknir eða fjöldaskoðun. Þá eru rannsakaðir stórreyk- ingamenn, þ. e. a. s. þeir sem reykja 1 pakka á dag eða meira, eru 40 ára eða eldri, en hafa engin einkenni frá lungum umfram venju- legan reykingahósta. Á þennan hátt er unnt að finna sjúklinga með sjúkdóminn á byrjunarstigi og bætir það batahorfur þeirra verulega. Geta má þess, að Krabbameinsfélag íslands undirbýr nú þess konar rannsókn hér á landi. Skurðaðgerð er enn sem komið er eina lækningin við lungnakrabba. Þeir eru alltof margir, sem álíta, að þessi sjúkdómur sé ávallt ólæknandi og því sé tilgangslaust að leita læknis, ef þeir fá einkenni, sem benda til sjúk- dómsins. Þetta er regin villa. Ef sjúklingarnir finnast þegar sjúkdómur- inn er á byrjunarstigi, þá eru batahorfurnar góðar. Æxlið er þá numið brott með því að tekinn er hluti af lunganu eða lungað allt og allir aðliggjandi eitlar. Ennþá koma þó alltof margir sjúklingar of seint til skurðlækna, æxlið er orðið óskurð- 17

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.