Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 21
Skilyrði þess að unnt sé að nýta til fulls þá þekkingu, sem menn ráða yfir til að fyrir- byggja sjúkdóma, er öflug upplýsingastarf- semi og náin samvinna starfsfólks heilbrigðis- þjónustunnar og almennings. Það heyrir því fortíðinni til að óæskilegt sé að ræða við al- menning um sjúkdóma í fjölmiðlum. Nær væri að segja að brýna nauðsyn beri til að auka til muna ýmiskonar fræðslu og upplýs- ingastarfsemi varðandi sjúkdómavarnir. En hvað um krabbameinið? Er unnt að koma nokkrum vörnum við á því sviði? Að vísu verðum við að játa að við þekkjum ekki til hlítar hvað gerist þegar heilbrigð líkams- fruma breytist í illkynja æxlisfrumu og stönd- um því verr að vígi varðandi varnir gegn hin- um ýmsu tegundum illkynjaðra meina heldur en gegn flestum næmum sóttum. Á hinn bóg- inn eru í mörgum tilfellum það vel kunnir or- sakaþættir og gangur sjúkdómsins að koma má vörnum við á mismunandi þróunarstigum æxlanna. Hér má nefna sem dæmi þátt vindlinga eða sígarettureykinga í hinni stórauknu tíðni lungnakrabbameins, og sem einnig hefir komið fram hér á landi. Það er fullvíst að væru sígarettureykingar lagðar niður með öllu, mundi tíðni lungnakrabbameins minnka stórlega. Um lungnakrabbamein var fjallað í öðru erindi og skal því ekki frekar á það minnzt hér. í hinum fjölþætta efnaiðnaði nútímans handfjatla menn eða komast í snertingu við fjölda efna, sem eru krabbameinsvaldar. Sér- staklega er þekkt að slík efni geta valdið krabbameinsvexti í þvagblöðru. Víða erlendis er fylgzt nákvæmlega með mönnum sem út- settir eru fyrir áhrif þessara efna og frumu- rannsókn framkvæmd á þvagi þeirra með vissu millibili. Komi fram ákveðnar breyting- ar í frumunum, sem benda til forstiga krabba- meinsvaxtar, má gera viðhlítandi ráðstafanir FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL til þess að fyrirbyggja það að krabbamein fari að vaxa. Eg mun hér á eftir f jalla lítillega um varnir gegn krabbameini í leghálsi og hverjar líkur eru fyrir því að þar megi nokkuð á vinna. Það mætti skjóta því hér inn til að fyrirbyggja misskilning, sem stundum kemur fyrir, að krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur margir, sem eiga ekki saman nema að nafninu, vegna þess hve eðli þeirra og hegðun er marg- breytileg. Varðandi varnir gegn krabbameini í leg- hálsi, þá getum við ekki bent á hliðstæðar að- ferðir og beita má við flestar tegundir lungna- krabbameins og ýmsar tegundir þvagblöðru- krabbameins, þ. e. a. s. að fjarlægja orsaka- valdinn. Við vitum ekki ennþá um neinn þann þátt, sem örugglega veldur legháls- krabbameini og unnt er að fjarlægja eða fyrir- byggja. Hins vegar þekkjum við aðferðir til að finna forstig leghálskrabbameins áður en meinið er farið að gefa einkenni, forstig sem unnt er að nema burt og koma þannig í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu æxlisins. Að- ferð sú, sem hér um ræðir er frumurannsókn. Hún byggir á því að frá yfirborði slímhúðar leghálsins eða æxlisvaxtarins berast frumur, sem auðveldlega má ná til með því að soga þær upp í glerpípu úr leggöngunum eða skafa yfirborðið með þar til gerðum tréspaða. Frum- urnar eru síðan litaðar og skoðaðar í smásjá og af útliti þeirra má svo ráða, hverskonar breytingar um er að ræða. Á Alþjóðaþingi frumufræðinga, sem haldið var í London í maímánuði s.l., lýstu margir læknar þeirri skoðun sinni, að með því að beita frumurannsóknaraðferðinni í fjölda- rannsóknum væri unnt að koma aigjörlega í veg fyrir krabbamein í leghálsi á ákveðnum landssvæðum ef allar konur, sem byggju á þeim svæðum, gengju undir slíka rannsókn reglulega á vissu aldursskeiði. 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.