Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 24

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 24
Að lokum þetta: Stefnt er að því að fjölda- rannsóknir í leit að leghálskrabbameini geti náð til kvenna hvar sem þær eru búsettar á landinu. Höfuðatriði er að ná öllum konum með í rannsóknina, en hætta er á að aðsókn verði dræmari þegar farið verður að endur- taka rannsóknir í ríkara mæli en gert hefur verið fram að þessu. En með stöðugri upplýs- ingastarfsemi, kynningu og góðri samvinnu milli allra sem hlut eiga að máli er von til að vel takizt. Eins og áður segir hefur Krabba- meinsfélag íslands unnið hér mikið og gott brautryðjendastarf á sviði frumurannsókna. Þetta er að vísu þröngt og takmarkað svið, sem bundið er við leit að leghálskrabbameini fyrst og fremst. Frumurannsóknum er hins- vegar beitt í dag við leit og greiningu á fjölda annarra tegunda krabbameins. Ekki er við því að búast að Krabbameinsfélag íslands megni að standa fyrir slíkum heildarrannsóknum. Hins vegar er brýn þörf á því að koma á fót aðstöðu til slíkra almennra frumurannsókna. KRABBAMEIN í LUNGUM frh. af bls. 13 ar um meira en 50% í 3 mánuði og sæmi- legan, ef minnkunin er 25%-50%. Ekki er tekið mark á minnkun, sem ekki nær 25%. Á hinn bóginn má einnig reikna það til tekna fyrir lyfjameðferð, þótt það komi ekki fram sem jákvæður árangur í skýrslum unn- um samkvæmt fyrrnefndum skilgreiningum, að mörgum sjúklingum líður betur eftir með- ferð. Þar að auki getur meðferð seinkað nokk- uð fyrir útbreiðslu, þótt henni takist ekki að minnka hnútana um 25%. Vissulega er þetta ekki glæsilegur árangur, en þó hafa læknar talið hann nægilega já- kvæðan til þesss að réttlæta notkun lyfja, ef 24 Liggur beinast við að álykta að slíkar rann- sóknastofur muni rísa í tengslum við þær stofnanir, sem fyrir eru og fást fyrst og fremst við greiningu illkynjaðra æxla. Það er því mikið nauðsynjamál að heilbrigðisyfirvöld landsins sjái til þess að slík aðstaða sé sköpuð svo fljótt sem verða_má. Fordæmi Krabba- meinsfélags íslands er þar verðugt til viðmið- unar og eftirbreytni. Heimildir: Alma Þórarinsson, Ólafur Jensson og Ólafur Bjarnason. Krabbameinsleit hjá konum með fjölda- rannsókn. Læknablaðið (1966), 52. árg., bls. 145- 157. Sömu höfundar. Masseunderspgelser med henblik pá collum cancer. Nordisk Medicin (1967), 78. árg., bls. 1608-1611. Sömu höfundar. Screening for Uterine Cancer in Iceland. Acta bytologica (1969), 13. árg., bls. 304— 308. Ólafur Bjarnason. Uterine barcinoma in Iceland. Prentsmiðjan Hólar. Reykjavík 1963. (Doktorsrit). annað bregst, fremur en að takmarka hana við tilraunastarfsemi eina. Á það má líka benda, að sjúklingum líður yfirleitt betur andlega, ef eitthvað er reynt við þá, þótt árangur kunni að vera lítill, heldur en ef þeim er sagt að ekki sé gagn í neinu, sem til er. En á meðan árangur er ekki betri en raun ber vitni, er þetta einnig eins konar tilrauna- starfsemi, því margir eru að prófa sig áfram með mismunandi notkun þeirra lyfja, sem fyrir eru, aðrir að leita nýrra lyfja og enn aðrir við rannsóknir á orsökum krabbameins. Þeg- ar þær hafa fundizt, er oftast auðveldara að finna lyf til lækninga, og hver veit nema unnt verði að skapa ónæmi gegn þessum vágesti með eins konar bólusetningu. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.