Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 13

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 13
geta líka fundist. Það getur orðið mikill léttir fyrir sjúklinginn, ef hann kemst að raun um, að meltingartruflanir hans stafi af þessum orsökum en eigi ekkert skylt við magasár. 2. Onnur veigamikil ástæða til röntgenskoð- unar er að ganga úr skugga um hvort sár sé í maganum eða skeifugörninni. Það skiftir miklu máli hvort heldur er. Sár í skeifugörninni getur valdið miklum usla: Blæðingum, gegnátu, lokun og fl. Lyf- læknismeðferð getur orðið vonlaus og til- gangslaus og því verður að grípa til skurð- aðgerðar. En sár í skeifugörninni geta aldrei vakið eins mikinn grun um krabbamein og magasár. Ákveðinn hundraðshluti þess, sem lítur út eins og magasár, er í rauninni krabbamein. Þá getur magaspeglun með ljósmyndun og sýnistökur iðulega skorið úr hvort held- ur sé. Allar þessar rannsóknir sameinaðar eru á- ríðandi, þegar minnsti vafi getur leikið á röntgengreiningunni, því aldrei má eiga á hættu að það, sem talið er sár, sýni sig svo að vera krabbamein, kannski eftir 2-5 ár. Allt þarf að gera, sem í mannlegu valdi stendur til að forðast slík mistök. 3. Þriðja ástæðan til þess að allar þessar og fleiri rannsóknir - eins og leit að blóði í saur - eiga að fara fram, er, að skjót og nákvæm greining leiðir venjulega til full- kominnar meðferðar, fljótrar og fullkom- innar lækningar. Nútíma meðferð magasárs byggist á margra ára vísindalegum rannsóknum. Þús- undfaldar tilraunir hafa brugðið ljósi á mag- ann og margbrotna náttúru hans: Hvernig meinsemdir myndast og hvaða læknismeð- ferð á bezt við hverju sinni. Allt þetta hafa læknarnir í hendi sér. Langvinnar meltingartruflanir krefjast vit- urlegrar markvissrar meðferðar. Ollu máli skiftir, að leitt sé í Ijós, hverrar tegundar sjúk- dómurinn er. Sjúklingar eiga kröfu á að fá að njóta þeirr- ar nákvæmni og þess öryggis, sem nútíma sjúkdómsgreining og vísindaleg meðferð hef- ur að bjóða. Bj. Bj. Liðagigt Framh. af bls. 6. þar getur hann hindrað niðurrif brjósksins. bessi blóðvökvi gerir kleift að fylgjast með hvatanum - enzyminu - í lifandi liðavefjum og rannsaka aðfarir hans. Hugmynd byggð a þessum tilraunum, varð til þess, að það fannst örsmá sameind — molecyl — sem við viss skilyrði getur dregið úr niðurbroti grjósk- vefsins. Þessar tilraunir hafa gert kleift, að framleiða efnafræðilega, nýjar og sérhæfðar sameindir, sem geta verið nytsamar viðj rann- sóknir brjóskeyðingarinnar, sem er sérkenn- fréttabkéf um heilbrigðismál andi fyrir sköddun á yfirborði liðflatanna, eins og hún kemur fram við liðagigt. Ekki er talið útilokað, að þessar sameindir geti orðið til að afstýra brjóskeyðingu. Víðtækar rannsóknir og tilraunir á dýrum og vefjum frá mönnum eru óhjákvæmilegar. Efnin, sem ættu að geta komið í veg fyrir eða læknað liðagigt yrðu að vera framleidd efnafræðilega, svo að þau sameinist vefjunum auðveldlega og séu í samræmi við þá. Yfir- maður samstarfshópsins við Strangways rann- sóknarstofnunina í Cambridge í Englandi seg- ir: Framsóknin verður hægfara en ég vona að árangrinum verði náð innan 10 ára. 9

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.