Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 21
Skútabólgur Tímaritið: Bekjemp kreft. Mjög algengur fylgikvilli með kvefi er skútabólga, eða kemur eftir það. Skútabólgur er nafnið á smitun í loftholum andlitsbein- anna. Andlitsbeinin eru ekki þétt í gegn. Ef svo væri yrði höfuðið of þungt fyrir hálsinn og hljómur raddarinnar lélegur. Þau eru með þó nokkuð víðum holrúmum -skútum - sem heita ýmsum erfiðum nöfnum á læknamáli, eins og t. d.: sinus sphenoidalis og sinus eth- moidalis. Oll eru holrúmin tengd nefinu með ör-mjóum göngum og eru þakin samskonar innþekju og nefið. Allt sem ertit nefið getur haft áhrif á skút- ana, þess vegna sýkjast þeir oft í sambandi við venjulegt kvef. Skútabólgur geta verið bráðar og einnig langvinnar. Sagan er eitt- hvað á þessa leið: Samtímis kvefi eða eftir það, kemur verkur ofan, neðan við eða bak við augun og andlitið getur orðið viðkvæmt. Höfuðverkurinn er sérkennilegur að því leyti, að hann kemur venjulega á morgnana eftir fótaferð og helst fram um miðjan dag. Hann getur verið annarsvegar og versnað þegar lotið er fram eða bograð, en linast við hita. Langvinn skútabólga blossar venjulega upp með kvefi og yfirleitt fylgir henni einhver út- ferð úr nefinu. Utferðinni er hægt að snýta út á venjulegan hátt, eða að hún rennur aftur í nefkokið. Kvefið er óeðlilega algengt og þrálátt og batnar ekki á viku til hálfum mánuði eins og fréttabréf um heilbrigðismál venjulegt kvef. Sjúkdómurinn getur legið niðri yfir sumarið. Langvinnar skútabólgur geta valdið stöðugum hósta og lungnakvefi. Ef þessi leiðindasjúkdóinur hefur fest rætur, leiðir læknirinn hann iðulega í ljós með gegnumlýsingu. Lampa með sterku ljósi er stungið upp í munninn og vörunum lokað utan um Ijósgjafann. Síðan er litið eftir hvort skútarnir eða holrúmin lýsist eðlilega upp, eða hvort skuggar séu í þeim. Þetta þarf að gerast inni í dimmu herbergi. Bregðist þessi prófun, koma röntgenmyndir til skjalanna, sem sýna hvort nokkur vökvi sé í skútunum. Stundum stingur læknirinn á þeim og skolar vökvann eða gröftinn út. Oft reynir læknirinn að eyða bólgunum og smitinu með stórum skömmtum af fúkalyfj- um. Misheppnist það, kann hann að verða að opna skútana með uppskurði. Það eru margar og mismunandi skoðanir á árangrinum af öilum þessum aðgerðum, en engar áreiðanlegar skýrslur eru til um raun- verulegan hundraðshluta læknaðra tilfella. En enginn hlýtur varanlegt mein af, þó þessum viðurkenndu aðferðum sé beitt. Bezt er að reyna að varast sjúkdóminn. Reynið að komast hjá skútabólgu þegar þér fáið kvef. Það virðist einföld aðgerð að snýta sér, en þó er til bæði rétt og röng aðferð. Ranga að- ferðin — að þrýsta nösunum saman og snýta 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.