Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 19
Gastroscopi - magaspeglun - er gömul rannsóknaraðferð. I upphafi voru notaðar beinar stífar sjónpípur, með speglum og ljósa- búnaði, til að spegla innra borð magans. Það var í meira lagi erfitt að renna þessum tækj- um í gegnum kokið og vélindið, og með þeim sást aðeins beint fram. Stóra hluta magans var því ekki hægt að skoða. Hættan við rann- sóknirnar var hreint ekki lítil og ekki kom til mála að beita magaspeglun nema við sjúkl- inga, sem lagðir voru inn á spítala. Þessum rannsóknaraðferðum f'eigði stórum fram þeg- ar glerjatrefja-sjóntæknin kom til sögunnar í kringum 1950, en þau hafa tekið ævintýra- legum framförum síðan. I þessum tækjum, sem nú koma á markað- inn, er ljósið leitt í gegnum þúsundir örfínna glerþráða, sem eru aðeins sýnilegir í smásjá, frá glugga sem er í þeim enda speglunartæk- isins, sem er niðri í maganum og upp í sjón- glerið, sem flytur myndina inn í auga þess sem speglar. Nú eru ekki lengur notaðar stíf- ar pípur, heldur mjúkar slöngur. Nú eru einnig rásir fyrir sýnitökutæki og til að soga upp magavökva og skola magann. Smátt og smátt tókst að búa speglunartæk- ið sjóntækjum, sem eru þannig gerð að myndin verður alltaf jafn skýr þó slangan sé sveigð á ýmsa vegu, þannig, að allir hlutar magans verða sýnilegir. Meira að segja má hringsveigja það þannig, að magahvelfingin og svæðið kringum vélindið verði einnig sýnilegt. Sterkir ljósgjafar geta nú stefnt birt- unni beinustu leið í sjónglerjakerfið í enda speglunartækisins og litmyndatökur af öll- um svæðum magans og kvikmyndun er nú auðvelt að framkvæma. Nú orðið eru til tæki, sem auðvelt er að skoða með bæði magann og skeifugörnina, einnig vélindið og taka lit- myndir og kvikmyndir af hreyfingum þessara lígffæra. Hægt er að taka mörg sýni af mik- illi nákvæmni frá örsmáum breytingum í FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL slímhúðinni. Það er ekki neitt vandamál að gera slíkar rannsóknir á sjúklingum án þess að leggja þá inn á spítala. Þannig sparast dýr- mætt spítalapláss í stórum stíl fyrir þá sem þarfnast spítalameðferðar. Sjúklingurinn þarf að vera fastandi frá því kvöldinu áður en speglunin á að fara fram. Venjulega veldur niðurfærzla tækisins engum erfiðleikum og sjúklingarnir geta legið rólegir og afslakaðir á rannsóknarborði, eða í rúmi. Oll rannsókn- in tekur venjulega 15—20 mínútur og óþæg- indin eru ekki eins mikil og ætla mætti þegar gefin eru viðeigandi róandi og afslakandi lyf á undan rannsókninni. Sennilegt er, að enn eigi tækin eftir að fullkomnast svo, að rannsóknirnar verði ennþá auðveldari og ó- þægindaminni en hingað til. Tækin eru æði dýr og þarf mikla sérhæfingu til að vega og ineta það sem finnst og sézt. Nú orðið er hægt að sameina magaspeglun litmyndatökunni og taka myndir af öllum grunsamlegum breytingum undir beinni stjórn augans. Þetta er annaðhvort hægt að gera með mjög smárri myndavél í neðri enda tækisins, sem tekur 32 myndir á ljósmyndaræmuna sem er 4 mm breið, eða að myndavél er komið fyrir á efri enda speglunartækisins. Hægt er að taka 8 og 16 mm kvikmyndir ineð góðum árangri. Frumugreiningar eru gerðar á þann hátt, að maginn er skolaður með þar til gerðum vökva, gegnum granna slöngu, eða honum er sprautað gegnum speglunartækið. Venjulega er notuð 3—4 mm slanga úr plasti eða gúmmi. Gegnum hana er sprautað 100-150 ml. af þunnri saltvatnsblöndu niður í magann. Sjúkl- ingurinn veltir sér síðan og byltir á ýmsa vegu, til þess að vökvinn skolpist um alla magaslímhúðina og maginn einnig nuddaður. Þegar þetta hefur verið gert rækilega, er skolvatnið sogað upp úr maganum, skilið í hraðgengri skilvindu og ögn af botnfallinu er strokið á sýnigler og litað, eftir að það hefur 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.