Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 14

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 14
Þungbærasta ákvörðunin Tímaritið Time. Það gerðist í Baltimore fyrir 3 árum, að foreldrar mongólabarns neituðu að leyfa upp- skurð á því vegna banvæns vanskapnaðar í meltingarfærum þess. Þrátt fyrir að lækn- arnir og starfsfólk spítalans legði hart að þeim, skiftu foreldrarnir ekki um skoðun og barnið leið hægfara hungurdauða. Þegr foreldrar, sem áttu heima í Portlandi tóku samskonar ákvörðun í febrúar 1974 - Þau eignuðust líka mjög vanskapað barn - lögðu ráðamenn spítalans málið fyrir dóm- stólana til úrskurðar. Dómari, sem héit því fram, að barnið ætti rétt á að lifa gaf út úr- skurð um að lækninum væri leyfilegt að skera barnið upp. Þrátt fyrir uppskurðinn, dó barnið Vl mánuði eftir fæðingu. Þessi tilfelli gefa til kynna hörmulega sjálf- heldu, sem nútíma læknisfræði er komin í. A að lengja líf stórkostlega vangerðra barna og þeirra, sem eru fædd með óhugnanlegan van- skapnað - á að lengja líf þeirra og fórna fyrir það miklum mannafla, ógrynni fjár og valda með því óbærilegri hugarkvöl og angist, þrátt fyrir það, að lífið, sem verndað er verði ó- hjákvæmilega samfelld þjáning eða skugga- tilvera örvita vesalings. Læknar hafa löngum skotið sér undan að hafast nokkuð að, til að bjarga lífi mjög van- skapaðra barna, heldur látið þau deyja í fæð- ingunni og oft sagt foreldrunum, að þau hafi verið andvana fædd. Almennar umræður um þetta ógeðfellda efni er nýlegt fyrirbrigði. Læknar og forráðamenn sjúkrahúsa í öllum Bandaríkjunum viðurkenna nú opinskátt, að bezt fyrir alla, sem hlut eiga að máli - og ef til vill hið mannúðlegasta — sé að veita mikið vansköpuðum börnum enga hjálp í fæðing- unni. Aðalþáttur þessa breytta viðhorfs er ekki virðingarleysi fyrir tilverunni og lífinu, held- ur nýtt mat á hvers virði lífið sé þegar svo ber undir. Margir læknar, prestar og foreldrar eru ekki lengur þeirrar skoðunar, að það sé við- unandi, að gera mjög vansköpuðu barni kleift að lifa. Skoðun þessa fólks, er, að minnsta krafa vegna nýfædds barns verði að vera sú, að það sé gætt möguleikum til að öðlast sjálfs- vitund, tilfinningu fyrir einhverri framtíð og hæfni til samskifta við aðra. Fáir eða engir læknar eru fáanlegir til að gefa nokkra alhliða leiðsögn um, hvaða börn ættu að verða aðnjótandi ^ðgerða sem bjargi lífi þeirra og hver ekki. En margir viðurkenna, að öðru hverju komi fyrir svo hörmuleg til- felli — og sérstaklega gildi það um mikinn vanskapnað - að öllum sé fyrir beztu, að læknirinn haldi að sér höndum og láti þau hverfa afskiptalaust úr sögunni. Joan Hoffman læknir, prófessor í barna- sjúkdómum við háskólann í Suður Kaliforníu segir: Ef ég er við fæðingu mjög vanskapaðra barna, geri ég enga tilraun til að bjarga þeim. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 10

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.