Heilbrigðismál - 01.01.1975, Síða 26

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Síða 26
Nýjar vonir tengdar baráttunni við krabbamein Nýjar aðferðir við meðferð hvítblæðis - leukaemia — sem læknar við 2 spítala í Lond- on hafa með höndum — hafa reynst meira upp- örvandi en nokkrar aðrar lækningatilraunir við hvítblæði, sem reyndar hafa verið áður í heiminum. Þessar athyglisverðu niðurstöður voru birtar í Coventry fyrir nokkru af einum fremsta sérfræðingi í meðferð krabbameins: prófessor Peter Alexander. Hann skýrði frá því á aðalfundi Brezka læknafélagsins, að aðferðin fælist í að magna varnaröfl líkamans gegn sjúkdómnum — hin- ar svokölluðu ónæmisaðgerðir líkamans. Þess- ar tilraunir hafa verið gerðar á Royal Mars- den og St. Bartholmews-spítölunum. Tilraunasjúklingarnir fá venjulega lyfja- meðferð þar til nokkuð hefur dregið úr sjúk- dómnum. Þá eru þeir sprautaðir með krabba- meinsfrumum samkynja þeim sem valda sjúk- dómi þeirra, ásamt B C G-berklabóluefni. Þetta örvar ónæmisaðgerðir líkama sjúkling- Cjlens Lögregluþjónn á ?nótorhjóli stöðvaði bíl og benti ökumanninum á að hann hefði ekið óleyfilega hratt. Kemur ekki til mála, sagði maðurinn. Eg ók ekki nema á 60 kílómetra hraða. — ]tí, þér ókuð á 70, en hámarkshraðinn á þesstt svœði er 50 km. anna, sem miða að útrýmingu aðskotavefja í líkamanum. Prófessor Alexander sagði: árangurinn hingað til lofar góðu. Það er ekki einungis, að þeir, sem fá ónæmismeðferðina lifi betra lífi en samanburðarhópurinn, sem fær ein- göngu lyfjameðferð (chemotherapi), heldur lifa þeir áberandi lengur en fregnir eru um af nokkurri annari meðferð, og þar með eru tald- ir þeir sjúklingar, sem fá allra öfgafyllstu lyfjameðferð, sem gefin er í Bandaríkjunum. Raymond Powels læknir, vísindalegur ráðunautur við St. Bortholmews spítalann og er maðurinn, sem ber aðalábyrgðina á sjúklingunum, segir, að hin nýja meðferð hafi verið í gangi undanfarin 4 ár. Hann á- ætlar, að hópurinn sem hafði fengið ónæmis- meðferðina lifði helmingi lengur en sjúkling- arnir sem fengu aðeins hina venjulegu lyfja- meðferð. Bj. Bj. - Hcettið þér þessu nú, sagði maðurinn, mér cetti sjálfum að vera kunnugast að ég ók ekki nema á 60 km hraða. Eg mótmceli þessum fjarstceðum yðar harðlega. A nœsta augnabliki rak konan hans höfuðið út um bílgluggann og hreytti út úr sér: Verið þér ekki að þessu. Það er tilgangslaust að þjarka við mann- inn minn þegar hann er fullur. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 22

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.