Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 10
Liðagigt Tímaritið: Bekjemp kreft Liðagigt, þjáningarfullur sjúkdómur, gerir fólk að öryrkjum og er ennþá hálfgerður leyndardómur. Hann ásækir fólk á öllum aldri og meðferðin nær lítið lengra en að draga úr þjáningum. Vísindamenn eru komnir með blóðvatn, sem í tilraunaglösum hindrar brjóskeyðingu, sem á sér stað hjá liðagigtarsjúklingum. Hreyfanleiki í öllum liðum líkamans byggist á liðbrjóskinu, sem burðarfleti. Það gerir ganginn og allar hreyfingar mögulegar. Hin- ar stóru sameindir sem mynda brjóskið, eru jafnt og þétt brotnar niður og endurnýjaðar, en þær gera heilbrigða liði hæfa til að stand- ast hið geipilega álag, sem þeir verða fyrir. En hjá fólki með liðasjúkdóma, en þó sér- staklega liðagigt, örvast niðurrifsstarfið en uppbyggingunni seinkar. Þetta veldur eyðingu á brjóskinu og liðurinn skaddast alvarlega. Sumir kenna liðagigtina veirum en aðrir sjálfsónæmis viðbrögðum, en endanleg orsök hennar hefur ekki enn verið leidd í ljós. Liða- gigt er tímabilasjúkdómur, sem versnar og batnar til skiftis. Allt sem læknarnir geta gert er að bjarga sjúklingunum yfir vondu köstin með verkjameðulum og gefa þeim gullspraut- ur. Hvernig eyðing fer fram Mjúkar og óhindraðar hreyfingar allra liðamóta líkamans, byggjast á endingu og heilbrigði brjósksins, sem myndar burðarflet- ina. Ein risasameind brjósksins, protesglycan, endist um það bil í viku. Þegar um sjúklegt ástand eins og liðagigt er að ræða, er senni- legt að niðurbrot þessarar sameindar sé veru- lega aukið. Aðfarir þess niðurbrots hafa verið rannsakaðar og með þeim sannaðist að á- kveðnir hvatar- enzym geta va'dið þessum brjóskskemdum. Blóðvökvi gegn þessum vaka hefur verið framleiddur í tilraunaglösum og Vramh. á bls. 9. 6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.