Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 23
Ný sígaretta SÍGARETTA, gerð með það fyrir augum, að hún valdi sem minnstri hættu á krabbameini, verður ef til vill sett á markaðinn í Englandi, þegar stjórnin og læknisfræðilegir sérfræð- ingar hafa samþykkt hana. Tóbaksfélag ríkisins og sérfræðingar í trefjaframleiðslu ha'da upp tilraunum með tóbak, búið til með efnafræðilegum aðferð- um. Tóbaksfélag ríkisins eyðir tveim milljónum sterlingspunda á ári til þessara rannsókna og býr til sígarettur með 50% nýrra efna, en engin ákvörðun hefur verið tekin um 12 miljón sterlingspunda akrana, sem þarf að rækta, svo að hægt verði að koma nýju síga- rettunni á markaðinn. Huntington rannsóknarstofnunin hefur rannsakað á eigin kostnað hvaða hættur nýja sígarettan kunni að hafa í för með sér fyrir heilsuna. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Alstair Worden læknir, segir: Tóbaksiðnaður- inn er nú kominn í aðstöðu til að framleiða sígarettu, sem hefur stórkostlega minnkaða krabbameinshættu í för með sér. Nýja reykingaefnið er jurtatrefjar að upp- runa, sem er meðhöndlað efnafræðiíega. Þó það valdi miklu síður krabbameini hjá til- raunadýrum en venjulegt tóbak, þarf að minnsta kosti 10 ára tilraunir til að leiða í ljós, hvort það sé jafn meinlaust fyrir menn. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐlSMÁL Aðrar hættur, sem fylgja tóbaksnautn, verða að líkindum minni, með notkun nýju sígarettunnar, þar sem myndun koltvísýrlings við brennslu hennar verður sennilega mikið takmörkuð, en þetta verður heldur ekki vitað með vissu fyrr en eftir mörg ár. Sjúkdómarnir, sem erfiðast verður að draga úr, eru lungnaþemba og lungnakvef, þar sem þeir orsakast aðallega af reykjarögnunum sem flytja með sér níkótínið, en það er efni sem reykingafólkið neitar að afsala sér. Bráðabyrgðaniðurstöður af notkun nýju sígarettunnar, sýnir ekki að neitt áberandi hafi dregið úr lungnakvefi hjá fólki, sem reykir hana, borið saman við afleiðingar af sígarettum úr venjulegu tóbaki, með nýtísku reyksíum. Áætlunin um hættuminni sígarettur setur tóbaksframleiðendurna í slæma klípu gagn- vart lögunum. Tóbaksfélag ríkisins segist vera miklu varkárara í afstöðu sinni til laganna, síðan hinar miklu deilur og málaferii urðu út af thaledomid-töflunum. Forstöðumaðurinn segir, að ef við dæmum nýja sígarettutegund lítið hættulega, verðum við að hafa öll rök að baki okkur til að fella slíkan dóm, og ör- uggir um að geta staðið við hann. Hann verður að grundvallast á rannsóknum, sem ekki geta skeikað. Við getum ekki slegið því fram, út í loftið, að nýja sígarettutegundin 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.