Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Blaðsíða 20
Maga og skeifugarnar-speglunartœki (Gastroduodenoscop). verið fest við glerið. Þá er það rannsakað í smásjá og leitað að illkynja frumum. Slíkar rannsóknir er einnig hægt að gera á slími, sem náð er upp með bursta, sem dreginn er um magaslímhúðina, yfir grunsamlega bletti, sem kunna að sjázt í speglunartækinu. En rannsókn sýnanna og mat á því sem finnst, krefst sérþjálfunar og tíma. Arangur rannsóknanna Það liggur ljóst fyrir, að krabbamein finnst því aðeins á byrjunarstigi, að sjúklingurinn komi nógu snemma til rannsóknar. Það verð- ur þó að takast fram, að ógerningur er — enn- þá að minnstakosti — að finna öll tilfelli með þessum aðferðum. Yfirleitt hefur það verið milli 10. og 3. hluta tilfellanna, sem fundist hafa á algeru byrjunarstigi, með hinum sam- einuðu rannsóknum. Þá er átt við röntgen- skoðun, magaspeglun, sýnistökur og frum- greiningar. Greiningaröryggið með þessum samræmdu aðgerðum hefur víða komist upp í 95%. Þetta sýnir að neikvæð rannsókn er ekki skilyrðislaust ábyggileg, og þar sem um einhvern grun er að ræða við eina eða fleiri rannsóknir, á að skera sjúklinginn upp, þegar ekkert annað mælir á móti því. Þetta á ekki hvað sízt við um sjúklinga með grunsamleg sár í maganum. Framtíðaráœtlun Þarna stöndum við frammi fyrir vandan- um hverja eigi að rannsaka og hvernig eigi að ná til sjúklinga með magakrabba á byrjun- arstigi, þegar þeir hafa yfirleitt engin einkenni sem hægt er að byggja neitt á. Það er að vísu orðið fullvíst, að þessar tegundir krabba- meins, myndast fyrst og fremst í slímhúð, sem hefur verið langvinnt aðsetur bólgumyndun- ar - gastritis -. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að sjúklingar, sem hafa gengið með maga- bólgur í 15-20 ár eða lengur, hættir öðrum fremur til að fá krabbamein í magann. En helmingur þessara krabbameina gefa engin einkenni og því eru þau ekki finnanleg nema með fjöldarannsóknum. Við vitum, að fólki með langvinn magasár og því, sem hefur gengið undir stórar aðgerðir vegna magasárs (resectio), hættir einnig öðrum fremur til að fá magakrabbamein. Það ætti því að fylgj- ast betur með þessu fólki, en tíðkast hefur hingað til. En þetta krefst sérstakra rann- sóknastofnana við sjúkrahúsin, sem eru geysi dýrar í rekstri. Slíkar greiningarstofnanir hafa ekki verið settar á stofn nema í Japan. Þær geta ekki orðið að veruleika fyrri en nóg fjár- magn er fyrir hendi og nóg er orðið af sér- hæfðum læknum, hjúkrunarkonum og sér- fræðingum í frumugreiningu. Okkur skortir 1 íka þekkingu á hversu stór hópurinn er, sem á sérstaklega á hættu að fá krabbamein í magann. 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁI.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.