Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 9
anförnum áratugum. Þessi árangur er svo rnikill að það væri ástæða til þess að eyða öllum árgangi Frétta- bréfs um heilbrigðismál aðeins í að iýsa fy ’rir íslendingum því sem áunnist hefur, vegna þess að þeir vita kannski minna urn hann en nokkrir aðrir. Erlendir vísinda- ntenn fylgjast af athygli með ástandinu í heilbrigðismálum á Is- landi, þeir eru fullir aðdáunar á ýmsunt þáttum þeirra. En talandi um fræðslu um heil- brigðismál get ég ekki neitað mér um að skjóta því að, að þessi fræðsla þarf auðvitað að vera skemmtileg og skynsamlega upp- byggð og þannig að hún nái til sem flestra. Hún má ekki vera sett fram af ofstæki sem hefur það í för með sér að þeir sem helst þurfa á fræðslu að halda loki öllum eigin skilningavitum þegar þeir frétta af því að þessi eða hinn fræðsluþátt- urinn um heilbrigðismál sé að hefjast í útvarpi eða sjónvarpi. K-byggingin komin á blað Yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspitalalóð er að láta hanna svonefnda K-byggingu sem á að hýsa krabbameinslœkningar og aðra þá starfsemi sem livað verst er sett inn- an spítalans. Fyrrverandi heilbrigð- isráðherra hafði lýst yfir fullum stuðningi við þessi áform og sagði í blaðaviðtali að veittyrði fjármagn til þessara framkvcemda þegar á þessu ári. Getur þú tekið undir afstöðu fyrírrennara þins? Mér kemur það á óvart ef fyrr- verandi heilbrigðismálaráðherra hefur lýst því afdráttarlaust yfir að veitt yrði fjármagn til þess að byggja svonefnda K-byggingu á Landspítalalóðinni. Það er ekki á færi nokkurs ntanns að gefa mark- tækt loforð af þessu tagi. Það geta auðvitað allir haft í frammi al- mennt blaður um vilja sinn og áhuga, en góð meining gerir enga stoð. Þessi bygging sem hér er um að ræða kostar á núvirði ntilli 5 og 7 milljarða króna og hér er því spurning um vilja og getu fjárveit- ingavaldsins. Ég legg á það áherslu að hér er ekki aðeins spurning um vilja heldur líka getu. Vill þjóðin greiða þá skattasem þarf til þess að reisa hús af því tagi sem hér er unt að ræða og vill þjóðin leggja það á sig að greiða af tekjum sínum enn frekar til að koma upp þeirri að- stöðu til krabbameinslækninga og annarrar starfsemi sem hér er um að ræða? Það er spurning sem menn verða að átta sig á að er uppi. Það dugir ekki að gefa yfirlýsingar unt velvilja gagnvart athöfnum eins og byggingu húss fyrir krabba- meinslækningar og fleira án þess um leið að segja: „Ég ætla að gera það sern ég get til þess að tryggja fjármagn til framkvæmdanna." Meirihluti alþingis ákveður fjár- magn sem er til ráðstöfunar annars vegar með því að raða niður út- gjöldum ríkissjóðs og hins vegar nteð því að ákveða hvaða tekjur ríkissjóður hefur til þess að kosta framkvæmdir. Á þessu stigi málsins vil ég engu svara unt franthald framkvæmda við K-bygginguna á Landspítalalóðinni. Slíkt skýrist ekki fyrr en á næstu mánuðum. Heilbrigðis- og tryggingaráðunéyt- ið fer ekki frekar en önnur ráðu- neyti einfari í fjárlagagerð, en ég bendi á að athafnir eru það sem máli skiptir, og í fjárlögunt þeim Nýtt líkan af norðurhorni Landspít- alalóðarinnar. Þarna sést vel stað- setning K-byggingarinnar sem mun sennilega verða næsta stórfram- kvæmdin á lóðinni, en í þessari byggingu mun m. a. verða aðstaða fyrir krabbameinslækningar, skurð- stofur, rannsóknastofur o. fl. (sjá nánar bls. 29 — 30 í þessu hefti). Til skýringa skal þess getið að I er hús Blóðbankans, J er hús Rannsókna- stofu Háskólans (bráðabirgðahúsin eru þar sem bílastæðin eru á líkan- inu), Q er kyndistöð, U er væntanleg viðgerðaaðstaða, V er eldhús og mötuneyti, G og H eru hliðarálmur aðalbyggingarinnar (elsti hluti spít- alans og tengiálman sjást ekki), og O er fyrirhuguð legudeildaálma. Líkanið er unnið hjá Húsamelstara ríkisins. Fréttabrét um HEILBBIGÐISMAL 1/1980 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.