Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 19
3 4 5 Árið 1974 var heilbrigðisþjón- ustan hér á landi skipulögð sam- kvæmt nýjum lögum. Var í lögunum stefnt að stofnun heilsu- gæslustöðva um allt land. Heilsu- gæslustöðin á Egilsstöðum var ein af fyrstu stöðvunum sem tóku til starfa, í apríl 1974. Starfssvæði stöðvarinnar nær yfir tíu sveitarfélög á Fljótsdals- héraði og Borgarfjörð eystri. tbúafjöldi á þessu svæði 1. desember 1978 var 2962. Helmingur býr í þéttbýli kringum Egilsstaði og í Bakkagerði. Heilsu- gæslustöðin er byggð í tengslum við 26 rúma almennt sjúkrahús. í árs- lok 1978 störfuðu við stöðina og sjúkrahúsið 39 manns (35,4 stöðu- gildi), 3 læknar, 1 tannlæknir, 4 hjúkrunarfræðingar, 2 ljósmæður, 1 lyfsali, 1 meinatæknir, 3 ritarar, 5 sjúkraliðar og 19 aðrir starfsmenn. Skráning sú sem lýst er náði ein- göngu til samskipta íbúanna við lækna, hjúkrunarfræðinga og ljós- mæður. Tildrög rannsóknarinnar voru þau að þegar heilsugæslustöðin tók til starfa varð ljóst að sjúkraskrár- formið sent notað hafði verið var ófullnægjandi og uppfyllti ekki nema að litlu leyti þær kröfur sem gera þarf til sjúkraskrár. Skipulagning heilbrigðisþjón- ustunnar, samkvæmt lögunum frá 1973, gerði kröfur til mun betri sjúkraskrár en áður hafði tíðkast. Ástæða þess var sú að þjónusta stöðvanna átti að spanna mjög vítt svið heilsuverndar og lækninga og taka til heilbrigðisþjónustu hvers einstaklings allt æviskeið hans. Ennfremur skyldi starfsemi stöðv- anna ekki einungis beinast að þeim sem þangað leituðu þjónustu af sjálfsdáðum, heldur var lögð á stöðvarnar ábyrgð á því að allir í íbúahópnum fengju notið þjónustu til verndar heilbrigði sínu. Kröfur til sjúkraskrár fyrir heilsugæslustöðvar hafa verið sett- ar fram á eftirfarandi hátt, og sagt að þær eigi að: ... vera nothæft minnisblað um samskipti sjúklings og heilbrigðis- starfsmanns, . .. safna upplýsingum frá öðrum um heilsufar einstaklingsins og tengja þær vanda hans hverju sinni, Utlitsteikning af vesturhlið heil- brigðisstofnana á Egilsstöðum. 1: l'búðir aldraðra. 2: Byggingasvæði sjúkrahúss. 3: Heilsugæslustöð. 4: Sjúkrahús. 5: Dvalarheimili aldraðra (í byggingu). Arkitektar nýbygginga eru Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þor- valdsson. ... raða og setja upp þær upp- lýsingar sem sjúkraskráin hefur að geyma á þann hátt að heilbrigðis- starfsmenn geti valið hvað þeir lesa en séu ekki knúnir til að lesa skrána frá orði til orðs, ... gera mögulega innköllun hópa eða einstaklinga sem taldir eru í áhættu, .. . gera mögulegt eftirlit með gæðum og afköstum þjónustunnar. Tilefni samskipta árið 1978 skiptust þannig að 36,7% voru vegna sjúk- dómseinkenna, 21,9% vegna endur- nýjunar lyfseðils, 20,2% vegna eftir- lits, 6,7% heilsuvernd, 3,4% vegna slysa og 11,1% af öðrum tilefnum. Samskiptin þetta ár urðu alls 12.318 (karlar 5.248, konur 7.070). Sjúk- dómseinkenni og slys voru algeng- ari tilefni hjá körlum en konum. Fróttabróf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 1 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.