Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 28
Ákveðið hefur verið að hætta að senda Takmark til áskrifenda Fréttabréfs um heilbrigðismál. Þess í stað verður komið upp sérstakri áskrifendaskrá fyrir Takmark og það sent ókeypis, a. m. k. fyrst um sinn, til þeirra sem þess óska. Þeir áskrifendur Fréttabréfs um heil- brigðismál sem hafa áhuga á að fá Takmark sent áfram eru því beðnir að hafa samband við skrifstofuna í síma 16947 eða 19820. Einnig er hægt að tilkynna það skriflega og er utanáskriftin: Takmark, Pósthólf 523, 121 Reykjavík. Takmark verður sem fyrr helgað baráttu unga fólksins gegn reykingum og mun koma út fjórum sinnum á ári. Enn er unnt að fá Takmark frá upphafi, ails 14 biöð, og jafnframt eru tii sölu sérstakar möppur til að geyma það í. Verð þeirra er 1000 krónur. —-jr. slíka langtímameðferð fyrr en eftir annað hitakrampakastið, nema um sérstaka áhættuþætti sé að ræða, t.d. ef fyrsti hitakrampinn er langur og hatrammur, sýnilegur er heila- skaði hjá barninu fyrir krampann, há flogaveikitíðni er í ætt og heila- rit er afbrigðilegt. Hins vegar mætti benda á að eftir að barn hefur fengið einu sinni hitakrampa væri æskilegt að varna því að líkamshit- inn nái sérá strik. Má gera það með því að hafa barnið léttklætt og gefa hitalækkandi lyf (t.d. hluta úr magnyltöflu). Þess má einnig geta, að nýlega er komið á markaðinn krampalyf í plasttúbum (rectal diazepam), til innhellingar í endaþarm. Þannig gætu foreldrar sjálfir, að undan- fengnum nákvæmum læknisfyrir- mælum, stöðvað krampakast barns síns á fáeinum mínútum. Það veitir ' ii. ..... Góó heilsa ep Öaefa feveps iwaRHS Tillagað krúska. Hentugt í súrmjólk. Ríkt af trefjaefnum sem eru nauðsynleg meltingarstarfseminni. FAXAFEbb HF _______________________ því töluvert öryggi að hafa jafn fljótvirkt og auðgefið krampalyf við höndina, til að geta stöðvað krampann áður en hann verður of langvinnur og þar með hættulegur. Það krampalyf sem reynst hefur langbest til varnar hitakrömpum nefnist „phenemal“. Það er gefið í töfluformi og má gefa það í einum dagskammti að kvöldi. Þetta sama lyf er einnig fáanlegt í endaþarms- stautum, oftast þá í samsetningu með hitalækkandi efnum eins og „phenacetin". Þessir stautar eru talsvert notaðir til að lækka hita og LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 Reykjavík GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 Reykjavík minnka óróa hjá smábörnum og eru vissulega góðir til þeirra nota, en magn krampalyfsins í þeim er of lítið til þess að nokkuð sé á þeim byggjandi til að hindra krampa (nema þá eftir nokkurra daga stöð- uga notkun). Einnig má hér við bæta að hitakramparnir koma oft í upphafi hitalækkunarinnar og stundum jafnvel áður en foreldr- arnir hafa hugmynd um að barnið sé með hita, en það rýrir vissulega enn frekar notagildi slíkra stauta sem krampalyfs. Hið eina sem er sæmilega öruggt til að stemma stigu við frekari hitakrömpum er stöðug dagleg krampalyfsmeðferð, þar til barnið hefur verið algjörlega laust við krampa í tvö til þrjú ár. Þá er smá- dregið úr lyfjaskömmtunum, hægt og hægt, yfirleitt á nokkrum mán- uðum, áður en meðferð er hætt að fullu og öllu. Að lokum má ítreka að krampar hjá börnum eru margvíslegir að orsök, uppruna og afleiðingum. Flest krampaköst verka ógnvekj- andi á umhverfið, en sem betur fer er meiri hlutinn af barnakrömpum ekki í ætt við flogaveiki og hefur tiltölulega sjaldan slíkar afleið- ingar, nema um óvenju langvinna krampa sé að ræða. Þröstur Laxdal lœknir er sérfrœðingur í barnalœkningum og starfar á Landa- kotsspítala. Hann er einnig lektor við Lœknadeild Háskóla íslands. 28 Fróttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.