Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 34
Tóbakssalan 1979: TiEP 469 TOW Árið 1979 voru seld 468.996 kg af tóbaksvörum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þetta er um 4,4% meira en árið áður. Aukninguna má skýra að hluta með íbúafjölgun og aukinni sölu á „léttari“ sígarettum. Tóbakssalan á hvern íbúa var í fyrra um 2080 grömm en var árið áður um 2010 g. Hæst hefur hún komist árið 1974 í 2174 g og árin 1975 og 1976 var hún einnig meiri en í fyrra. Sé neyslunni deilt niður á íbúa 16 ára og eldri verður heildarneysla tóbaks á hvern fullorðinn landsmann árið 1979 um 2980 grömm. í ýmsum ná- lægum löndum er tóbaksneysl- an (þannig reiknuð) nokkru meiri, t. d. í Hollandi (4030 g), Bandaríkjunum (4260 g) og Kanada (4400 g). 1 flestum þró- unarlöndum er neyslan hins vegar ennþá mun minni, t. d. á lndlandi (770 g). Sala á vindlum minnkaði á síðasta ári um 5,6% en þó seld- ust hér rúmlega 15 milljón stykki eða tæp 37,6 tonn sé gert ráð fyrir að hver vindill vegi að jafnaði 2,5 g. Um 4% samdráttur varð í sölu á reyktóbaki (píputóbaki) og var salan um 44,6 tonn. Neftóbakssalan í fyrra var 2,9% minni en árið áður. Sala þess nam 13,9 tonnum en sala á munntóbaki aðeins 109 kg. Sígaretturnar eru lang mest selda tóbakið. Hér seldust í fyrra rúm 372,7 tonn eða meira en milljón stykki á dag. Aukn- ingin frá fyrra ári er um 7%. Nú eru 80,3% seldra sígaretta hér með síu (filter) en þetta hlutfall var 32,4% fyrir ellefu árum. Magn tjöru og nikótíns í sígarettum hefur lækkað á sama tíma, og sé tekið mið af reynslu nágrannaþjóðanna ætti slík lækkun að verða til þess að fleiri sígarettur seldust. Vegið meðal- tal tjöru í sígarettum á íslensk- um markaði árið 1979 var 19 trtg sem er 6% minna en fyrir þremur árum (átt er við tjöru í þeim reyk sem reykingamaður- inn dregur að sér miðað við til- tekinn staðlaðan reykinga- máta). Sambærilegar tölur í Bandaríkjunum lækkuðu úr 37 mg i 17 mg frá 1957 til 1977 og 1 Bretlandi úr 31 mg í 18 mg frá 1965 til 1975. Mesta tjara í síga- rettum sem hér eru til sölu er 35 mg en minnst 2 mg. Meðalmagn nikótíns hér er 1,3 mg og af kolsýrlingi eru um 16 mg í reyk hverrar sígarettu. Árið 1973 samþykkti ráð- gjafanefnd Evrópuráðsins að hvetja stjórnir aðildarríkjanna til að banna framleiðslu og sölu á sígarettum sem gefa meira en 15 mg af tjöru og 1 mg af nikó- tíni. Konunglega breska lækna- félagið hefur tekið undir þessa stefnu. I fyrra voru 86% af þeim sígarettum sem hér voru seldar yfir tilgreindum mörkum. Fjölbreytt úrval tóbaksvarn- ings er hér á boðstólum og varla er það út af fyrir sig líklegt til að draga úr sölunni, nema síður sé. Alls voru seldar hjá ÁTVR í fyrra 45 tegundir af sígarettum, 103 tegundir af vindlum og 25 tegundir af reyktóbaki. Eins og áður sagði vega síga- retturnar þyngst í tóbakssölunni eða 79,48% (voru 3,1% af söl- unni fyrir um 65 árum), næst kemur reyktóbakið með 9,52% (10,0%), síðan vindlar með 8,01% (10,3%), þá neftóbakið með 2,97% (35,2%) og loks munntóbak með 0,02% (en var 41,3% af sölunni áöðrum áratug þessarar aldar). -F- Heimildir: Eigin útreikningar greinarhöfundar byggðir á sölutölum A fengis- og lóbaksverslunar ríkisins. Skýrsla bandaríska landlæknisins, Smoking and Health, birt 11. jattúar 1979. World Smoking & Health, mars 1979, bls. 23. Greinar eftir Malini Seshardi og Mike Daube I frélt WHO um alþjóðlegan heil- brigðisdag 1980. TÓBAKSSALA A. T.V.R. EFTIR ÁRSFJÓRÐUNGUM 1974 1975 1976 1977 1978 1979 Jan.-mars Apríl-júní Júlí-sept. Okt.-des. 116.100 kg 118.495 kg 124.427 kg 108.769 kg 107.768 kg 125.109 kg 117.488 kg 115.485 kg 113.436 kg 121.824 kg 121.150 kg 121.078 kg 111.847 kg 104.320 kg 110.578 kg 116.994 kg 111.466 kg 119.287 kg 109.903 kg 108.608 kg 113.204 kg 119.399 kg 119.859 kg 116.534 kg Samtals 467.791 kg 465.850 kg 477.488 kg 443.739 kg 449.264 kg 468.996 kg 34 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.